Ben Martin enn í forystusætinu í Louisiana 26. apríl 2014 11:42 Það virðist fátt geta stöðvað Ben Martin á Zurich Classic AP/Vísir Eftir aðeins tvo hringi á Zurich Classic leiðir Bandaríkjamaðurinn Ben Martin mótið en hann er heilum 15 höggum undir pari. Í öðru sæti er landi hans Andrew Svoboda á 12 höggum undir pari en Seung-Yul Noh og Robert Streb eru jafnir í þriðja sæti á 11 höggum undir. Martin hefur leikið nánast gallalaus golf hingað til í mótinu og virðist vera á góðri leið með að sigra sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni. Skor kylfinga í mótinu hefur almennt verið mjög gott og virðist hinn fallegi TPC Luisiana völlur ekki vera stór hindrun fyrir marga af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar. Það voru þó nokkur þekkt nöfn sem ekki komust í gegn um niðurskurðinn sem miðaðist við tvö högg undir pari en þar ber helst að nefna Ernie Els og Rickie Fowler. Þá er gaman að sjá nokkrar gamlar kempur ofarlega á skortöflunni sem lítið hefur farið fyrir undanfarin ár. Bæði David Duval, fyrrum besti kylfingur heims, og Retief Goosen eru á sjö höggum undir pari og gætu með góðum hring í dag blandað sér í baráttu um sigurinn. Áhugavert verður að sjá hvort að Ben Martin stenst pressuna yfir helgina en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 17:00 í kvöld. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eftir aðeins tvo hringi á Zurich Classic leiðir Bandaríkjamaðurinn Ben Martin mótið en hann er heilum 15 höggum undir pari. Í öðru sæti er landi hans Andrew Svoboda á 12 höggum undir pari en Seung-Yul Noh og Robert Streb eru jafnir í þriðja sæti á 11 höggum undir. Martin hefur leikið nánast gallalaus golf hingað til í mótinu og virðist vera á góðri leið með að sigra sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni. Skor kylfinga í mótinu hefur almennt verið mjög gott og virðist hinn fallegi TPC Luisiana völlur ekki vera stór hindrun fyrir marga af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar. Það voru þó nokkur þekkt nöfn sem ekki komust í gegn um niðurskurðinn sem miðaðist við tvö högg undir pari en þar ber helst að nefna Ernie Els og Rickie Fowler. Þá er gaman að sjá nokkrar gamlar kempur ofarlega á skortöflunni sem lítið hefur farið fyrir undanfarin ár. Bæði David Duval, fyrrum besti kylfingur heims, og Retief Goosen eru á sjö höggum undir pari og gætu með góðum hring í dag blandað sér í baráttu um sigurinn. Áhugavert verður að sjá hvort að Ben Martin stenst pressuna yfir helgina en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 17:00 í kvöld.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira