Sjálfhreinsandi bílalakk Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 09:15 Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent
Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent