NBA í nótt: Memphis jafnaði metin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 07:15 Leikmenn Memphis fagna í nótt. Vísir/AP Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Oklahoma City tapaði á heimaveli fyrir Memphis, 111-105, í framlengdum leik. Staðan í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar er því jöfn, 1-1.Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir Memphis, þar af tveggja stiga körfu þegar 26 sekúndur voru eftir af framlengingu leiksins.Serge Ibaka tapaði boltanum í næstu sókn Oklahoma City og það reyndist liðinu of dýrkeypt. Kevin Durant klikkaði á þriggja stiga skoti og Memphis kláraði leikinn af vítalínunni. Durant sýndi reyndar ótrúleg tilþrif þegar hann setti niður þriggja skot í lok fjórða leikhluta og fiskaði villu þar að auki, eins og sjá má neðst í fréttinni. Durant minnkaði þar með muninn í eitt stig og rúmar tíu sekúndur eftir af leiknum.Mike Conley fór þá á vítalínuna en klikkaði á öðru skota sinna. Oklahoma City hélt í sókn og Russell Westbrook reyndi að tryggja liðinu sigur með þriggja stiga skoti en það geigaði. Kendrick Perkins náði hins vegar sóknarfrákastinu og jafnaði þar með metin rétt áður en leiktíminn rann út. Conley var með nítján stig og tólf stoðsendingar fyrir Memphis en stigahæstur hjá Oklahoma City var Durant með 36 stig. Westbrook kom næstur með 29 stig en nýtti aðeins ellefu af 28 skotum sínum í leiknum. LA Clippers vann stórsigur á Golden State, 138-98, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 1-1.Blake Griffin skoraði 35 stig fyrir Clippers sem er persónulegt met hjá honum í leik í úrslitakeppni. Chris Paul bætti við tíu stigum en hann gaf einnig tíu stoðsendingar.Stephen Curry skoraði 24 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Klay Thompson var aðeins með sjö stig.Staðan í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Oklahoma City tapaði á heimaveli fyrir Memphis, 111-105, í framlengdum leik. Staðan í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar er því jöfn, 1-1.Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir Memphis, þar af tveggja stiga körfu þegar 26 sekúndur voru eftir af framlengingu leiksins.Serge Ibaka tapaði boltanum í næstu sókn Oklahoma City og það reyndist liðinu of dýrkeypt. Kevin Durant klikkaði á þriggja stiga skoti og Memphis kláraði leikinn af vítalínunni. Durant sýndi reyndar ótrúleg tilþrif þegar hann setti niður þriggja skot í lok fjórða leikhluta og fiskaði villu þar að auki, eins og sjá má neðst í fréttinni. Durant minnkaði þar með muninn í eitt stig og rúmar tíu sekúndur eftir af leiknum.Mike Conley fór þá á vítalínuna en klikkaði á öðru skota sinna. Oklahoma City hélt í sókn og Russell Westbrook reyndi að tryggja liðinu sigur með þriggja stiga skoti en það geigaði. Kendrick Perkins náði hins vegar sóknarfrákastinu og jafnaði þar með metin rétt áður en leiktíminn rann út. Conley var með nítján stig og tólf stoðsendingar fyrir Memphis en stigahæstur hjá Oklahoma City var Durant með 36 stig. Westbrook kom næstur með 29 stig en nýtti aðeins ellefu af 28 skotum sínum í leiknum. LA Clippers vann stórsigur á Golden State, 138-98, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 1-1.Blake Griffin skoraði 35 stig fyrir Clippers sem er persónulegt met hjá honum í leik í úrslitakeppni. Chris Paul bætti við tíu stigum en hann gaf einnig tíu stoðsendingar.Stephen Curry skoraði 24 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Klay Thompson var aðeins með sjö stig.Staðan í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira