Ronaldo í metabækurnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2014 18:30 Ronaldo skorar fjórða og síðasta mark Real Madrid í úrslitaleiknum í gær. Vísir/Getty Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði fjórða og síðasta mark Real Madrid úr vítaspyrnu þegar liðið lagði nágranna sína í Atletico Madrid, 4-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Þetta var 17. mark Ronaldos í Meistaradeildinni, en enginn leikmaður hefur skorað jafn mörg mörk í Meistaradeild Evrópu/Evrópukeppni meistaraliða á einu tímabili. Fyrra metið áttu þeir Jose Altafini og Lionel Messi. Sá fyrrnefndi skoraði 14 mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-63 og sá síðarnefndi gerði slíkt hið sama tímabilið 2011-12. Þetta var í annað sinn sem Ronaldo verður Evrópumeistari, en hann hafði áður leikið sama leik með Manchester United vorið 2008. Ronaldo skoraði þá í úrslitaleiknum gegn Chelsea, en með markinu í gær varð hann aðeins annar leikmaðurinn í sögunni til að skora fyrir tvö félög í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Serbneski varnarmaðurinn Velibor Vasovic hafði áður afrekað slíkt hið sama. Hann skoraði mark Partizan Belgrad þegar liðið lá 2-1 fyrir Real Madrid í úrslitaleiknum 1966 og endurtók leikinn þremur árum seinna þegar hann skoraði fyrir Ajax í 4-1 tapi gegn AC Milan í úrslitaleik á Santiago Bernabéu í Madrid. Alls hafa 17 leikmenn skorað í tveimur eða fleiri úrslitaleikjum í Meistaradeildinni, en Ronaldo og Vasovic eru þeir einu sem hafa skorað fyrir tvö mismunandi lið. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ancelottis Carlo Ancelotti hefur unnið jafn marga Meistaradeildartitla og Bob Paisley gerði á sínum tíma með Liverpool. Ítalinn komst einnig í hóp þeirra þjálfara sem hafa stýrt tveimur liðum til sigurs í Meistaradeildinni. 25. maí 2014 13:00 Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26 Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30 Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði fjórða og síðasta mark Real Madrid úr vítaspyrnu þegar liðið lagði nágranna sína í Atletico Madrid, 4-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Þetta var 17. mark Ronaldos í Meistaradeildinni, en enginn leikmaður hefur skorað jafn mörg mörk í Meistaradeild Evrópu/Evrópukeppni meistaraliða á einu tímabili. Fyrra metið áttu þeir Jose Altafini og Lionel Messi. Sá fyrrnefndi skoraði 14 mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-63 og sá síðarnefndi gerði slíkt hið sama tímabilið 2011-12. Þetta var í annað sinn sem Ronaldo verður Evrópumeistari, en hann hafði áður leikið sama leik með Manchester United vorið 2008. Ronaldo skoraði þá í úrslitaleiknum gegn Chelsea, en með markinu í gær varð hann aðeins annar leikmaðurinn í sögunni til að skora fyrir tvö félög í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Serbneski varnarmaðurinn Velibor Vasovic hafði áður afrekað slíkt hið sama. Hann skoraði mark Partizan Belgrad þegar liðið lá 2-1 fyrir Real Madrid í úrslitaleiknum 1966 og endurtók leikinn þremur árum seinna þegar hann skoraði fyrir Ajax í 4-1 tapi gegn AC Milan í úrslitaleik á Santiago Bernabéu í Madrid. Alls hafa 17 leikmenn skorað í tveimur eða fleiri úrslitaleikjum í Meistaradeildinni, en Ronaldo og Vasovic eru þeir einu sem hafa skorað fyrir tvö mismunandi lið.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ancelottis Carlo Ancelotti hefur unnið jafn marga Meistaradeildartitla og Bob Paisley gerði á sínum tíma með Liverpool. Ítalinn komst einnig í hóp þeirra þjálfara sem hafa stýrt tveimur liðum til sigurs í Meistaradeildinni. 25. maí 2014 13:00 Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26 Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30 Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Sögulegur sigur Ancelottis Carlo Ancelotti hefur unnið jafn marga Meistaradeildartitla og Bob Paisley gerði á sínum tíma með Liverpool. Ítalinn komst einnig í hóp þeirra þjálfara sem hafa stýrt tveimur liðum til sigurs í Meistaradeildinni. 25. maí 2014 13:00
Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26
Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30
Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01