Setjum umhverfismálin á dagskrá Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristinn Pétursson skrifar 24. maí 2014 15:47 Við Skagafólk erum svo vel í sveit sett að búa í bæ sem einkennist af dágóðu undirlendi sem undurfögur og fjölbreytt strönd rammar inn annars vegar og Akrafjall hins vegar. Hér er stutt í náttúruna og alla útivist. Hestafólk hefur góða aðstöðu steinsnar frá bænum og golfarar í jaðri hans. Við eigum baðströnd sem á enga sína líka á landinu, skjólsælan og fallegan skóg og fjörur sem endalaust gaman er að ganga um.Umhverfisstefnu í gagnið Björt framtíð á Akranesi er grænn og vænn flokkur sem leggur áherslu á ábyrga stjórnun í umhverfismálum. Skýr stefna í umhverfismálum er nauðsynleg nútíma bæjarfélagi. Staðardagskrá 21 er sú umhverfisstefna sem nú er í gildi hjá kaupstaðnum. Stefnan var samþykkt 13. desember 2001 og var áætlað að hún yrði í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og er nú orðið mjög aðkallandi að stefnan verði endurskoðuð og henni fylgt eftir í reynd. Bærinn þarf að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og vera öðrum til eftirbreytni. Umhverfisstefnur eru ekki gerðar til þess að safna ryki uppi í hillu.Hjólum meira, mengum minna Björt framtíð á Akranesi vill gera veg vistvænni ferðamáta meiri í uppbyggingu samgangna í bænum. Fáir bæir á Íslandi henta betur til hjólreiða en Akranes. Með því að bæta göngu- og hjólastíga verður auðveldara fyrir alla að draga úr notkun á einkabílum og þá um leið taka upp vistvænni ferðamáta. Það er ávinningur fyrir okkur öll; bætt lýðheilsa, minni mengun, hættuminni umferð. Bílar eru nauðsynlegir en þurfa ekki endilega að menga. Bærinn mætti kalla eftir því að á Akranesi verði settar upp stöðvar fyrir vistvænni bíla, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eða metangasstöðvar. Í nánustu framtíð mun þeim bílum fjölga sem knúnir eru vistvænni orku og því tímabært að huga að því. Á Akranesi höfum við náttúruperlur allt um kring. Skógræktin í Garðalundi er skjólsæll unaðsstaður. Upp og niður Akrafjallið trítlar Skagafólk reglulega og strandlengjan á marga staði sem eru í uppáhaldi hjá okkur öllum. Fjörurnar eru á þrjá vegu, hver með sínum sérkennum; Langisandur, Breiðin, Krókalón, Kalmansvík, Elínarhöfði, Leynir - og svo mætti áfram telja. Sjávarsíðuna þarf að gera sem aðgengilegasta öllum íbúum og ferðafólki til heilnæmrar útivistar og hreyfingar.Alla á græna grein Allir skólar Akraneskaupstaðar ættu að flagga Grænfánanum. Nú eru það einungis Brekkubæjarskóli og leikskólinn Akrasel sem uppfylla skilyrði þau sem umhverfisstefnan sem við fánann er kennd setur. Við ættum að kappkosta að börnin okkar læri sem fyrst að flokka sorp, endurvinna og að minnka sóun. Það er mikilvægt að við, sem eldri erum, séum góðar fyrirmyndir bæði heima og á vinnustöðum. Horfum í kringum okkur, hvort sem er heima eða í vinnunni og skoðum hvað betur má fara í flokkun á sorpi. Flokkum ánægjunnar vegna. Flokkum framtíðarinnar vegna.Umhverfisvottun Það er ekki nóg að íbúar Akraness séu almennt vistvænt þenkjandi, duglegir að flokka sorp og gangi vel um bæ og náttúru. Kaupstaðurinn sjálfur, með allri sinni starfsemi og stofnunum, þarf líka að sýna ábyrgð og gera slíkt hið sama. Við megum sýna meira hugrekki þegar kemur að framtíðarsýn í umhverfismálum. Hugsum stórt og hugsum til framtíðar. Tökum önnur sveitarfélög til fyrirmyndar, eins og t.d. Snæfellsbæ sem hefur fengið umhverfisvottun og er nú tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Akranes á að sækjast eftir að fá umhverfisvottun við hæfi sem vistvænt bæjarfélag. Það myndi án efa verða til þess að bærinn yrði eftirsóttari til búsetu og fyrir ferðamenn að sækja hann heim. Nú sækjast erlendar ferðaskrifstofur í auknum mæli eftir því að skipta við fyrirtæki sem hafa umhverfisvottun og bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu. Náttúruna verðum við að umgangast af virðingu og hugsa til framtíðar. Við verðum að huga að velferð komandi kynslóða. Það kostar sameiginlegt átak. Skagafólk! Eigum við ekki að hafa allt okkar á hreinu, því það er jú bæði betra og það borgar sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við Skagafólk erum svo vel í sveit sett að búa í bæ sem einkennist af dágóðu undirlendi sem undurfögur og fjölbreytt strönd rammar inn annars vegar og Akrafjall hins vegar. Hér er stutt í náttúruna og alla útivist. Hestafólk hefur góða aðstöðu steinsnar frá bænum og golfarar í jaðri hans. Við eigum baðströnd sem á enga sína líka á landinu, skjólsælan og fallegan skóg og fjörur sem endalaust gaman er að ganga um.Umhverfisstefnu í gagnið Björt framtíð á Akranesi er grænn og vænn flokkur sem leggur áherslu á ábyrga stjórnun í umhverfismálum. Skýr stefna í umhverfismálum er nauðsynleg nútíma bæjarfélagi. Staðardagskrá 21 er sú umhverfisstefna sem nú er í gildi hjá kaupstaðnum. Stefnan var samþykkt 13. desember 2001 og var áætlað að hún yrði í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og er nú orðið mjög aðkallandi að stefnan verði endurskoðuð og henni fylgt eftir í reynd. Bærinn þarf að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og vera öðrum til eftirbreytni. Umhverfisstefnur eru ekki gerðar til þess að safna ryki uppi í hillu.Hjólum meira, mengum minna Björt framtíð á Akranesi vill gera veg vistvænni ferðamáta meiri í uppbyggingu samgangna í bænum. Fáir bæir á Íslandi henta betur til hjólreiða en Akranes. Með því að bæta göngu- og hjólastíga verður auðveldara fyrir alla að draga úr notkun á einkabílum og þá um leið taka upp vistvænni ferðamáta. Það er ávinningur fyrir okkur öll; bætt lýðheilsa, minni mengun, hættuminni umferð. Bílar eru nauðsynlegir en þurfa ekki endilega að menga. Bærinn mætti kalla eftir því að á Akranesi verði settar upp stöðvar fyrir vistvænni bíla, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eða metangasstöðvar. Í nánustu framtíð mun þeim bílum fjölga sem knúnir eru vistvænni orku og því tímabært að huga að því. Á Akranesi höfum við náttúruperlur allt um kring. Skógræktin í Garðalundi er skjólsæll unaðsstaður. Upp og niður Akrafjallið trítlar Skagafólk reglulega og strandlengjan á marga staði sem eru í uppáhaldi hjá okkur öllum. Fjörurnar eru á þrjá vegu, hver með sínum sérkennum; Langisandur, Breiðin, Krókalón, Kalmansvík, Elínarhöfði, Leynir - og svo mætti áfram telja. Sjávarsíðuna þarf að gera sem aðgengilegasta öllum íbúum og ferðafólki til heilnæmrar útivistar og hreyfingar.Alla á græna grein Allir skólar Akraneskaupstaðar ættu að flagga Grænfánanum. Nú eru það einungis Brekkubæjarskóli og leikskólinn Akrasel sem uppfylla skilyrði þau sem umhverfisstefnan sem við fánann er kennd setur. Við ættum að kappkosta að börnin okkar læri sem fyrst að flokka sorp, endurvinna og að minnka sóun. Það er mikilvægt að við, sem eldri erum, séum góðar fyrirmyndir bæði heima og á vinnustöðum. Horfum í kringum okkur, hvort sem er heima eða í vinnunni og skoðum hvað betur má fara í flokkun á sorpi. Flokkum ánægjunnar vegna. Flokkum framtíðarinnar vegna.Umhverfisvottun Það er ekki nóg að íbúar Akraness séu almennt vistvænt þenkjandi, duglegir að flokka sorp og gangi vel um bæ og náttúru. Kaupstaðurinn sjálfur, með allri sinni starfsemi og stofnunum, þarf líka að sýna ábyrgð og gera slíkt hið sama. Við megum sýna meira hugrekki þegar kemur að framtíðarsýn í umhverfismálum. Hugsum stórt og hugsum til framtíðar. Tökum önnur sveitarfélög til fyrirmyndar, eins og t.d. Snæfellsbæ sem hefur fengið umhverfisvottun og er nú tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Akranes á að sækjast eftir að fá umhverfisvottun við hæfi sem vistvænt bæjarfélag. Það myndi án efa verða til þess að bærinn yrði eftirsóttari til búsetu og fyrir ferðamenn að sækja hann heim. Nú sækjast erlendar ferðaskrifstofur í auknum mæli eftir því að skipta við fyrirtæki sem hafa umhverfisvottun og bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu. Náttúruna verðum við að umgangast af virðingu og hugsa til framtíðar. Við verðum að huga að velferð komandi kynslóða. Það kostar sameiginlegt átak. Skagafólk! Eigum við ekki að hafa allt okkar á hreinu, því það er jú bæði betra og það borgar sig?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar