Flott hleðslustöð BMW Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 16:15 Hleðslustöð BMW er bæði flott og umhverfisvæn. Svona sér BMW framtíðina varðandi hleðslu rafmagnsbíla sinna, en þessi hleðslustöð er í henni sólríku Kaliforníu. Hún er með sólapanela á þakinu sem safna rafmagni, en það eitt dugar ekki alveg og stöðin er einnig tengd inná rafmagnsnet staðarins. Rafbílaeigendur sem þar hlaða bíla sína sjá þó að hve miklum hluta rafhleðslan nærist á sólarljósinu eða eftir raflínum. Þessi hraðhleðslustöð var vígð samhliða kynningu á i8 bílnum í Bandaríkjunum. Hún er bæði framúrstefnuleg og vistvæn, en einnig fallleg fyrir augað. Í burðarverk hennar er notast við bambus, sem hefur afar stuttan vaxtartíma og því ekki eins umhverfisspillandi og ef notast hefði verið við annan við. Í hliðarnar eru notaðar koltrefjar, rétt eins og í bílnum sjálfum sem stendur í stöðinni. Ef ekki er verið að nota hleðslustöðina til hleðslu á rafhlöðum bíla hleður hún rafmagni inná rafmagnsnetið og er með því enn umhverfisvænni. BMW stendur nú snögglega framarlega í framleiðslu rafmagnsbíla og hafa nú þegar framleitt i3 og i8 bílana sem þykja mikil meistarasmíð. Mikil sala er í þessum bílum og er hún nýhafin vestanhafs. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent
Svona sér BMW framtíðina varðandi hleðslu rafmagnsbíla sinna, en þessi hleðslustöð er í henni sólríku Kaliforníu. Hún er með sólapanela á þakinu sem safna rafmagni, en það eitt dugar ekki alveg og stöðin er einnig tengd inná rafmagnsnet staðarins. Rafbílaeigendur sem þar hlaða bíla sína sjá þó að hve miklum hluta rafhleðslan nærist á sólarljósinu eða eftir raflínum. Þessi hraðhleðslustöð var vígð samhliða kynningu á i8 bílnum í Bandaríkjunum. Hún er bæði framúrstefnuleg og vistvæn, en einnig fallleg fyrir augað. Í burðarverk hennar er notast við bambus, sem hefur afar stuttan vaxtartíma og því ekki eins umhverfisspillandi og ef notast hefði verið við annan við. Í hliðarnar eru notaðar koltrefjar, rétt eins og í bílnum sjálfum sem stendur í stöðinni. Ef ekki er verið að nota hleðslustöðina til hleðslu á rafhlöðum bíla hleður hún rafmagni inná rafmagnsnetið og er með því enn umhverfisvænni. BMW stendur nú snögglega framarlega í framleiðslu rafmagnsbíla og hafa nú þegar framleitt i3 og i8 bílana sem þykja mikil meistarasmíð. Mikil sala er í þessum bílum og er hún nýhafin vestanhafs.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent