Volkswagen skrúfar niður áætlanir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 13:45 Volkswagen CC. Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent