Konur njóta nýja rafmagnsbílsins öðruvísi en karlar Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2014 10:15 Nissan Leaf hlaðinn. Svo virðist sem sá siður karla að kanna það hversu langt megi komast á bílnum sínum eftir að bensínljósið er farið að lýsa skili sér einnig í notkun þeirra á rafmagnsbílum. Þeir hafa einkar gaman að því að skoða drægni þeirra og kanna hina ýmsu kosti þeirra með tilraunum. Konur hinsvegar njóta þess aðallega að borga svo lítið sem raun er með því að hlaða þá rafmagni, en ekki bensíni. Þessi niðurstaða fékkst með könnun sem gerð var vestur í Kaliforníu, en þar eru rafmagnsbílar fleiri en á flestum stöðum í heiminum, nema ef vera skildi í Noregi. Könnunin sýndi einnig að konum er ekki vel við það ef lækka fer verulega í drægni rafmagnsbíls síns og vildu ávallt hafa nóg eftir til tryggrar heimferðar. Ennfremur kom fram að konur eru miklu líklegri til að kaupa Nissan Leaf en talsvert dýrari Tesla Model S, en því var þveröfugt farið með karlmenn. Enda eru kaupendur þeirra í alflestum tilvikum karlmenn. Þar fæst líka ógnarmikið afl, en konunum dugar alveg að komast leiðar sinnar á Nissan Leaf. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent
Svo virðist sem sá siður karla að kanna það hversu langt megi komast á bílnum sínum eftir að bensínljósið er farið að lýsa skili sér einnig í notkun þeirra á rafmagnsbílum. Þeir hafa einkar gaman að því að skoða drægni þeirra og kanna hina ýmsu kosti þeirra með tilraunum. Konur hinsvegar njóta þess aðallega að borga svo lítið sem raun er með því að hlaða þá rafmagni, en ekki bensíni. Þessi niðurstaða fékkst með könnun sem gerð var vestur í Kaliforníu, en þar eru rafmagnsbílar fleiri en á flestum stöðum í heiminum, nema ef vera skildi í Noregi. Könnunin sýndi einnig að konum er ekki vel við það ef lækka fer verulega í drægni rafmagnsbíls síns og vildu ávallt hafa nóg eftir til tryggrar heimferðar. Ennfremur kom fram að konur eru miklu líklegri til að kaupa Nissan Leaf en talsvert dýrari Tesla Model S, en því var þveröfugt farið með karlmenn. Enda eru kaupendur þeirra í alflestum tilvikum karlmenn. Þar fæst líka ógnarmikið afl, en konunum dugar alveg að komast leiðar sinnar á Nissan Leaf.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent