Hideki Matsuyama marði sigur á Memorial 1. júní 2014 22:51 Matsuyama fagnar sigrinum ásamt kylfusveini sínum. AP/Getty Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira