Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 16:17 Moskan á að rísa hér. „Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira