Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þróttur 0-1 | Eliason hetja Þróttara Anton Ingi Leifsson á Stjörnuvelli skrifar 18. júní 2014 12:39 Garðar Jóhannsson á ferðinni í kvöld. Vísir/Daníel Þróttur er kominn í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í framlengdum leik. Staðan eftir fyrri hálfleik var markalaus og enn var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma. Matthew Eliason var hetjan en hann skoraði sigurmarkið í upphafi framlengingarinnar. Stjarnan byrjaði í sínu hefðbundna leikkerfi, 4-3-3, sem þeir hafa verið að spila í sumar. Þeir gerðu þrjár breytingar frá deildarleiknum í Keflavík á dögunum. Jeppe Hansen og Niclas Vemmelund tóku sér sæti á bekknum og Atli Jóhannsson var ekki í leikmannahópnum, líklega vegna meiðsla. Þorri Geir Rúnarsson, Garðar Jóhannsson og Baldvin Sturluson komu inn í liðið. Þróttarar höfðu verið að spila vel í fyrstu deildinni á tímabilinu undir stjórn Englendingsins Gregg Ryder. Aron Lloyd Green var í leikbanni og þeir Matthew Eliason og Ingólfur Sigurðsson voru settir á bekkinn frá síðasta leik. Fyrirliðinn Hallur Hallsson, Alexander Veigar Þórarinsson og Andri Björn Sigurðsson komu allir inn í liðið. Fyrri hálfleikurinn var eins og við mátti búast við. Stjörnumenn voru meira með boltann og gestirnir lágu öflugir til baka og beittu skyndisóknum með Andra Björn Sigurðsson fremstan í flokki. Stjörnumenn voru öflugir í byrjun leiks og fengu hörkufæri eftir einungis tveggja mínútna leik. Eftir það var þó lítið að frétta. Fyrri hálfleikurinn var afar leiðinlegur og fátt markvert gerðist. Eitthvað var um skot, en fyrir utan hörkuskot Baldvins Sturlusonar í slána í upphafi leiks voru skotin flest langt framhjá eða yfir. Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var klárlega sá þjálfari sem gekk ánægðari til búningsherbergja og Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvöfalda breytingu í hálfleik og sendi þá Jeppe Hansen og Veigar Pál Gunnarsson á vettvang. Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri. Lítið markvert gerðist, en Stjörnumenn náðu ekki að skapa sér nein færi og gestirnir lokuðu vel á þá. Leikurinn var afar leiðinlegur og lítið markvert gerðist. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegs leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Það voru Þróttarar sem komust yfir eftir þriggja mínútna leik í framlengingu og þar var að verki varamaðurinn Matthew Eliason eftir fínan einleik. Stjörnumenn gerðu svo allt hvað þeir gátu til að skora, en allt kom fyrir ekki og Þróttarar tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarsins. Þróttarar spiluðu agan og sterkan varnarleik og sóttu hratt. Miðverðirnir voru afar sterkir og allt liðið spilaði bara vel. Spurning um hvort vanmat hafi verið að ræða hjá Stjörnunni, en þeir voru allir langt frá sínu besta í dag, svo mikið er víst. Veigar Páll Gunnarsson, framherji Stjörnunnar: Léttir á okkur,,Mér fannst við spila allt í lagi í þessum leik. Þróttararnir eru bara með hörkulið," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi í leikslok. ,,Við nýttum ekki færin sem við fengum. Þeir voru ekkert í neinum dauðafærum, en við áttum nokkur dauðafæri. Við nýttum þau ekki, en þeir nýttu sitt og það var það sem skilur liðin að." Örlitli einbeitingu vantaði upp við mark Þróttara og þar var Veigar Páll sammála: ,,Ég er hjartanlega sammála þér. Við hefðum getað fengið ennþá fleiri dauðafæri ef við værum ekki að klúðra þessum síðustu sendingum og hefðum tekið réttari ákvarðanir en við gerum. Þetta var hálf klaufalegt hjá okkur á síðasta þriðjungnum, þótt þetta hafi ekki verið neitt vonlaus leikur." ,,Það er alltaf svekkjandi að detta út úr bikarnum. Það sem er með svona bikarleiki, við komum hérna niður í klefa og það er ekkert annað hægt en bara upp með hökuna. Svona er bara bikarinn." ,,Það hefði verið rosalegur plús að halda áfram í bikarnum, en ég meina bikarinn er bara búinn. Það verður bara vera þannig. ,,Við verðum bara halda áfram í heildinni. Það er mikið framundan og ef við hefðum komist áfram núna hefði það verið Evrópukeppni, deildin og bikarinn. Það léttir á okkur þó við hefðum verið til í að vera áfram í bikarnum," sagði Veigar í leikslok. Karl Brynjar Björnsson, varnarmaður Þróttara: Er ekki klassískt að vilja heimaleik?,,Flott liðsheild, góð vinnsla og góður varnarleikur skóp sigurinn," sagði Karl Brynjar Björnsson, varnarmaður Þróttara, sem átti afar góðan leik í kvöld. ,,Við beittum góðum skyndisóknum, en við hefðum getað verið örlítið skynsamari á síðasta þriðjungnum. Við unnum þó og ég er mjög sáttur með þetta." ,,Við misstum boltann á slæmum stað þarna í upphafi, en sem betur fer nýttu þeir sér það ekki. Við lokuðum á þá eftir það og ég held þeir hafi fengið eitt dauðafæri eftir það." Karl Brynjar sagði að Þróttarar hefðu þó getað gert betur upp við mark Stjörnumanna: ,,Við vorum klaufar á sóknarhelmingnum. Það vantaði betri sendingar til þess að komast í færi, en það bara gerist. Ég er gífurlega sáttur, við skoruðum eitt mark og erum komnir áfram. Það er fyrir öllu." ,,Það er ekki spurt hvernig við fórum að því að vinna þetta, þetta bara hafðist. Ég gæti ekki verið sáttari," sem á sér ekki óskamótherja í 8-liða úrslitunum. ,,Nei, er það ekki alltaf klassískt að segja heimaleik?" sagði Karl Brynjar og hló. Íslenski boltinn Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Þróttur er kominn í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í framlengdum leik. Staðan eftir fyrri hálfleik var markalaus og enn var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma. Matthew Eliason var hetjan en hann skoraði sigurmarkið í upphafi framlengingarinnar. Stjarnan byrjaði í sínu hefðbundna leikkerfi, 4-3-3, sem þeir hafa verið að spila í sumar. Þeir gerðu þrjár breytingar frá deildarleiknum í Keflavík á dögunum. Jeppe Hansen og Niclas Vemmelund tóku sér sæti á bekknum og Atli Jóhannsson var ekki í leikmannahópnum, líklega vegna meiðsla. Þorri Geir Rúnarsson, Garðar Jóhannsson og Baldvin Sturluson komu inn í liðið. Þróttarar höfðu verið að spila vel í fyrstu deildinni á tímabilinu undir stjórn Englendingsins Gregg Ryder. Aron Lloyd Green var í leikbanni og þeir Matthew Eliason og Ingólfur Sigurðsson voru settir á bekkinn frá síðasta leik. Fyrirliðinn Hallur Hallsson, Alexander Veigar Þórarinsson og Andri Björn Sigurðsson komu allir inn í liðið. Fyrri hálfleikurinn var eins og við mátti búast við. Stjörnumenn voru meira með boltann og gestirnir lágu öflugir til baka og beittu skyndisóknum með Andra Björn Sigurðsson fremstan í flokki. Stjörnumenn voru öflugir í byrjun leiks og fengu hörkufæri eftir einungis tveggja mínútna leik. Eftir það var þó lítið að frétta. Fyrri hálfleikurinn var afar leiðinlegur og fátt markvert gerðist. Eitthvað var um skot, en fyrir utan hörkuskot Baldvins Sturlusonar í slána í upphafi leiks voru skotin flest langt framhjá eða yfir. Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var klárlega sá þjálfari sem gekk ánægðari til búningsherbergja og Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvöfalda breytingu í hálfleik og sendi þá Jeppe Hansen og Veigar Pál Gunnarsson á vettvang. Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri. Lítið markvert gerðist, en Stjörnumenn náðu ekki að skapa sér nein færi og gestirnir lokuðu vel á þá. Leikurinn var afar leiðinlegur og lítið markvert gerðist. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegs leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Það voru Þróttarar sem komust yfir eftir þriggja mínútna leik í framlengingu og þar var að verki varamaðurinn Matthew Eliason eftir fínan einleik. Stjörnumenn gerðu svo allt hvað þeir gátu til að skora, en allt kom fyrir ekki og Þróttarar tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarsins. Þróttarar spiluðu agan og sterkan varnarleik og sóttu hratt. Miðverðirnir voru afar sterkir og allt liðið spilaði bara vel. Spurning um hvort vanmat hafi verið að ræða hjá Stjörnunni, en þeir voru allir langt frá sínu besta í dag, svo mikið er víst. Veigar Páll Gunnarsson, framherji Stjörnunnar: Léttir á okkur,,Mér fannst við spila allt í lagi í þessum leik. Þróttararnir eru bara með hörkulið," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi í leikslok. ,,Við nýttum ekki færin sem við fengum. Þeir voru ekkert í neinum dauðafærum, en við áttum nokkur dauðafæri. Við nýttum þau ekki, en þeir nýttu sitt og það var það sem skilur liðin að." Örlitli einbeitingu vantaði upp við mark Þróttara og þar var Veigar Páll sammála: ,,Ég er hjartanlega sammála þér. Við hefðum getað fengið ennþá fleiri dauðafæri ef við værum ekki að klúðra þessum síðustu sendingum og hefðum tekið réttari ákvarðanir en við gerum. Þetta var hálf klaufalegt hjá okkur á síðasta þriðjungnum, þótt þetta hafi ekki verið neitt vonlaus leikur." ,,Það er alltaf svekkjandi að detta út úr bikarnum. Það sem er með svona bikarleiki, við komum hérna niður í klefa og það er ekkert annað hægt en bara upp með hökuna. Svona er bara bikarinn." ,,Það hefði verið rosalegur plús að halda áfram í bikarnum, en ég meina bikarinn er bara búinn. Það verður bara vera þannig. ,,Við verðum bara halda áfram í heildinni. Það er mikið framundan og ef við hefðum komist áfram núna hefði það verið Evrópukeppni, deildin og bikarinn. Það léttir á okkur þó við hefðum verið til í að vera áfram í bikarnum," sagði Veigar í leikslok. Karl Brynjar Björnsson, varnarmaður Þróttara: Er ekki klassískt að vilja heimaleik?,,Flott liðsheild, góð vinnsla og góður varnarleikur skóp sigurinn," sagði Karl Brynjar Björnsson, varnarmaður Þróttara, sem átti afar góðan leik í kvöld. ,,Við beittum góðum skyndisóknum, en við hefðum getað verið örlítið skynsamari á síðasta þriðjungnum. Við unnum þó og ég er mjög sáttur með þetta." ,,Við misstum boltann á slæmum stað þarna í upphafi, en sem betur fer nýttu þeir sér það ekki. Við lokuðum á þá eftir það og ég held þeir hafi fengið eitt dauðafæri eftir það." Karl Brynjar sagði að Þróttarar hefðu þó getað gert betur upp við mark Stjörnumanna: ,,Við vorum klaufar á sóknarhelmingnum. Það vantaði betri sendingar til þess að komast í færi, en það bara gerist. Ég er gífurlega sáttur, við skoruðum eitt mark og erum komnir áfram. Það er fyrir öllu." ,,Það er ekki spurt hvernig við fórum að því að vinna þetta, þetta bara hafðist. Ég gæti ekki verið sáttari," sem á sér ekki óskamótherja í 8-liða úrslitunum. ,,Nei, er það ekki alltaf klassískt að segja heimaleik?" sagði Karl Brynjar og hló.
Íslenski boltinn Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira