Níu fengu fálkaorðuna: „Allar viðurkenningar virka sem hvatning“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 21:51 Níu einstaklingar voru í dag sæmdir fálkaorðunni, ein af þeim var Lilja Árnadóttir, þjóðháttafræðingur. Mynd/Gunnar Geir Vigfússon/Bjarni Jóns Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs Fálkaorðan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs
Fálkaorðan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira