Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2014 16:23 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Daníel Nýliðar Fylkis unnu frekar óvæntan sigur á Valsstúlkum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Lucy Gildein og Hulda Hrund Arnarsdóttir sáu um markaskorun gestana og lokatölur 2-0. Enn og aftur halda Fylkisstúlkur hreinu. Fylkisstúlkur voru mun beinskeyttari en heimastúlkur og unnu fyllilega verðskuldaðan sigur. Þær lágu til baka, beittu flottum skyndisóknum og það var hreinlega eins og heimastúlkur hafi lítið nennt að spila þennan leik. Valsstúlkur gerðu tvær breytingar frá afhroðinu gegn Stjörnunni í síðasta leik, en þær töpuðu 7-2 á Samsung-vellinum í Garðarbæ. Gígja Valgerður Harðardóttir og Rakel Logadóttir komu inn í liðið, en Pála Marie Einarsdóttir var ekki með og Katrín Gylfadóttir sast á bekkinn. Hjá Fylki var ein breyting, en Ruth Þórðar Þórðardóttir kom inn í liðið í stað Rakelar Ýr Einarsdóttur sem fékk sér sæti á bekknum. Leikurinn byrjaði rólega en í hann átti eftir að færast meira fjör. Valsstúlkur byrjuðu ívíð betur og áttu nokkur skot fyrir utan teiginn sem höfnuðu þó flest öll beint í höndunum á Írisi í marki Fylkis. Það voru hins vegar gestirnir úr Árbænum sem komust yfir eftir 24. mínútna leik, eftir darraðadans í vítateig Valsmanna og Lucy Gildein kom boltanum yfir línuna. Fyrri hálfleikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelming gestanna, en þræ lágu vel til baka og voru skipalagðar og agaðar. Þær beittu svo hröðum skyndisóknum og ein svoleiðis skilaði marki og önnur dauðafæri. Heimastúlkur náðu ekki að skapa sér nein galopin færi í fyrri hálfleik og leiddu því gestirnir, 0-1, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir tvöfaldaði forystu Fylkisstúlkna og nú voru góð ráð dýr fyrir heimastúlkur sem voru komnar með bakið upp við vegg. Sóknarleikur Valsstúlkna var hugmyndasnauður og gestirnir gáfu fá færi á sér. Lokatölur urðu svo 2-0. Leikur Valsliðsins í síðari hálfleik var ekki uppá marga fiska. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, kortlagði leikinn hárrétt og taktískur sigur Rögnu Lóu staðreynd. Um var að ræða fyrsta sigur Fylkis á Val síðan árið 2010 og fyrsti sigur liðsins á Vodafone-vellinum síðan hann kom fram á sjónvarsviðið. Leikurinn var sjötti leikur tímabilsins hjá Fylki og hafa þær einungis fengið á sig mark í einum leik og var það gegn Stjörnunni. Í hinum fimm leikjunum hefur liðið haldið hreinu. Magnað. Fylkisstúlkur fara með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Þór/KA sem er í sætinu fyrir ofan. Valur er hins vegar í því fimmta með einungis tíu stig eftir sex leiki sem er langt því frá að vera ásættanlegur árangur á Hlíðarenda. Dóra María, miðjumaður Vals: Ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val ,,Við fengum á okkur tvö mörk og náum ekki að skora. Það var mjög margt sem var að klikka hjá okkur," sagði Dóra María við Vísi í leikslok. ,,Mér fannst við fá ósanngjarnt á okkur fyrsta markið. Mér fannst brotið á okkar leikmanni í aðdraganda marksins og þær fá gefins mark. Auðvitað eigum við samt að vera meira lið og geta brugðist við slíku mótlæti." ,,Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mörg opin færi. Við sköpuðum tvö til þrjú góð færi, ef það náði þeim fjölda. Ég hrósa Fylki bara fyrir þétta vörn og við vorum kannski ekki að sækja á nógu mörgum mönnum," og aðspurð út í uppskeruna; tíu stig eftir sex leiki svaraði Dóra. ,,Það er ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val." ,,Við ætlum að reyna í þau stig sem við getum og sjá hvað það skilar okkar. Þetta er ekki í okkar höndum og öll lið geta unnið alla. Þetta er opin deild," sagði Dóra María í leikslok. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis: Mér er skítsama ,,Þetta var bara stórkostlegt. Við vorum búnar að leggja á okkur óhemju vinnu við að undirbúa þennan leik," sagði Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. ,,Við vissum alveg hvað við ætluðum að gera. Við ætluðum að sækja hratt á þær og það gekk upp í dag. Við erum hæstánægðar. Það er ekkert létt að fara á Hlíðarenda og ná í þrjú stig," sem var misánægð með dómgæsluna í leiknum. ,,Mér fannst leikmaður Vals eiga vera rekinn útaf, en mér er skítsama. Við náðum í þessi stig og um það snýst þetta. Ég nenni ekki að láta dómarana meira heyra það, þetta gekk upp og ég er sátt." ,,Ég vil meina að þessi vörn sé ein af bestu vörnunum í efstu deild. Við erum búnar að leggja mikla áherslu á hana og ef þú heldur hreinu þá taparu ekki." ,,Ef það er stemning í liðinu og góð orka og eilíf hamingja - þá vil ég meina að það skil árangri." ,,Ég stefni bara á toppinn," sagði Ragna Lóa í leikslok kampakát. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Nýliðar Fylkis unnu frekar óvæntan sigur á Valsstúlkum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Lucy Gildein og Hulda Hrund Arnarsdóttir sáu um markaskorun gestana og lokatölur 2-0. Enn og aftur halda Fylkisstúlkur hreinu. Fylkisstúlkur voru mun beinskeyttari en heimastúlkur og unnu fyllilega verðskuldaðan sigur. Þær lágu til baka, beittu flottum skyndisóknum og það var hreinlega eins og heimastúlkur hafi lítið nennt að spila þennan leik. Valsstúlkur gerðu tvær breytingar frá afhroðinu gegn Stjörnunni í síðasta leik, en þær töpuðu 7-2 á Samsung-vellinum í Garðarbæ. Gígja Valgerður Harðardóttir og Rakel Logadóttir komu inn í liðið, en Pála Marie Einarsdóttir var ekki með og Katrín Gylfadóttir sast á bekkinn. Hjá Fylki var ein breyting, en Ruth Þórðar Þórðardóttir kom inn í liðið í stað Rakelar Ýr Einarsdóttur sem fékk sér sæti á bekknum. Leikurinn byrjaði rólega en í hann átti eftir að færast meira fjör. Valsstúlkur byrjuðu ívíð betur og áttu nokkur skot fyrir utan teiginn sem höfnuðu þó flest öll beint í höndunum á Írisi í marki Fylkis. Það voru hins vegar gestirnir úr Árbænum sem komust yfir eftir 24. mínútna leik, eftir darraðadans í vítateig Valsmanna og Lucy Gildein kom boltanum yfir línuna. Fyrri hálfleikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelming gestanna, en þræ lágu vel til baka og voru skipalagðar og agaðar. Þær beittu svo hröðum skyndisóknum og ein svoleiðis skilaði marki og önnur dauðafæri. Heimastúlkur náðu ekki að skapa sér nein galopin færi í fyrri hálfleik og leiddu því gestirnir, 0-1, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir tvöfaldaði forystu Fylkisstúlkna og nú voru góð ráð dýr fyrir heimastúlkur sem voru komnar með bakið upp við vegg. Sóknarleikur Valsstúlkna var hugmyndasnauður og gestirnir gáfu fá færi á sér. Lokatölur urðu svo 2-0. Leikur Valsliðsins í síðari hálfleik var ekki uppá marga fiska. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, kortlagði leikinn hárrétt og taktískur sigur Rögnu Lóu staðreynd. Um var að ræða fyrsta sigur Fylkis á Val síðan árið 2010 og fyrsti sigur liðsins á Vodafone-vellinum síðan hann kom fram á sjónvarsviðið. Leikurinn var sjötti leikur tímabilsins hjá Fylki og hafa þær einungis fengið á sig mark í einum leik og var það gegn Stjörnunni. Í hinum fimm leikjunum hefur liðið haldið hreinu. Magnað. Fylkisstúlkur fara með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Þór/KA sem er í sætinu fyrir ofan. Valur er hins vegar í því fimmta með einungis tíu stig eftir sex leiki sem er langt því frá að vera ásættanlegur árangur á Hlíðarenda. Dóra María, miðjumaður Vals: Ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val ,,Við fengum á okkur tvö mörk og náum ekki að skora. Það var mjög margt sem var að klikka hjá okkur," sagði Dóra María við Vísi í leikslok. ,,Mér fannst við fá ósanngjarnt á okkur fyrsta markið. Mér fannst brotið á okkar leikmanni í aðdraganda marksins og þær fá gefins mark. Auðvitað eigum við samt að vera meira lið og geta brugðist við slíku mótlæti." ,,Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mörg opin færi. Við sköpuðum tvö til þrjú góð færi, ef það náði þeim fjölda. Ég hrósa Fylki bara fyrir þétta vörn og við vorum kannski ekki að sækja á nógu mörgum mönnum," og aðspurð út í uppskeruna; tíu stig eftir sex leiki svaraði Dóra. ,,Það er ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val." ,,Við ætlum að reyna í þau stig sem við getum og sjá hvað það skilar okkar. Þetta er ekki í okkar höndum og öll lið geta unnið alla. Þetta er opin deild," sagði Dóra María í leikslok. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis: Mér er skítsama ,,Þetta var bara stórkostlegt. Við vorum búnar að leggja á okkur óhemju vinnu við að undirbúa þennan leik," sagði Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. ,,Við vissum alveg hvað við ætluðum að gera. Við ætluðum að sækja hratt á þær og það gekk upp í dag. Við erum hæstánægðar. Það er ekkert létt að fara á Hlíðarenda og ná í þrjú stig," sem var misánægð með dómgæsluna í leiknum. ,,Mér fannst leikmaður Vals eiga vera rekinn útaf, en mér er skítsama. Við náðum í þessi stig og um það snýst þetta. Ég nenni ekki að láta dómarana meira heyra það, þetta gekk upp og ég er sátt." ,,Ég vil meina að þessi vörn sé ein af bestu vörnunum í efstu deild. Við erum búnar að leggja mikla áherslu á hana og ef þú heldur hreinu þá taparu ekki." ,,Ef það er stemning í liðinu og góð orka og eilíf hamingja - þá vil ég meina að það skil árangri." ,,Ég stefni bara á toppinn," sagði Ragna Lóa í leikslok kampakát.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira