4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2014 17:45 Jóhannes Hinriksson umsjónarmaður Ytri Rangár með fallegan urriða úr ánni Ytri Rangá opnaði fyrir veiði í gær en áin var aflahæst allra laxveiðiánna í fyrra og það verður að teljast líklegt að hún berjist um þann titil í sumar. Það komu 4 laxar á land, allnokkrir sjóbirtingar og aðrir 4 laxar sluppu en það eru Norðmenn við veiðar og samkvæmt Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði eru þeir helst til rólegir við veiðarnar. "Þeir fara helst ekki út fyrr en 10 á morgnana og eru alveg ofsalega afslappaðir við veiðarnar" sagði Jóhannes í samtali í dag. Laxarnir sem komu á land og sluppu voru allir fyrir utan einn vænir tveggja ára laxar en það er þessi eini eins árs lax sem vakti mesta athygli veiðimanna í gær. Fyrir það fyrsta sjást varla eins árs laxar fyrr en í byrjun júlí í ánni en þessi kom upp á Tjarnarbreiðu og var löngu búinn að fella af sér lús og gönguhreistur. Þetta var stuttur, þéttur og pattaralegur 4 punda lax. Fyrsta bylgjan í ánna kemur yfirleitt um síðasta júnístraum en dagarnir á undan og eftir hafa líka verið gjöfulir. Það verður spennandi að fylgjast með ánni í sumar og keppni sem nokkuð víst að á eftir að verða spennandi um toppsætið en þar keppa systurárnar Ytri og Eystri venjulega um forystuna. Stangveiði Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Ytri Rangá opnaði fyrir veiði í gær en áin var aflahæst allra laxveiðiánna í fyrra og það verður að teljast líklegt að hún berjist um þann titil í sumar. Það komu 4 laxar á land, allnokkrir sjóbirtingar og aðrir 4 laxar sluppu en það eru Norðmenn við veiðar og samkvæmt Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði eru þeir helst til rólegir við veiðarnar. "Þeir fara helst ekki út fyrr en 10 á morgnana og eru alveg ofsalega afslappaðir við veiðarnar" sagði Jóhannes í samtali í dag. Laxarnir sem komu á land og sluppu voru allir fyrir utan einn vænir tveggja ára laxar en það er þessi eini eins árs lax sem vakti mesta athygli veiðimanna í gær. Fyrir það fyrsta sjást varla eins árs laxar fyrr en í byrjun júlí í ánni en þessi kom upp á Tjarnarbreiðu og var löngu búinn að fella af sér lús og gönguhreistur. Þetta var stuttur, þéttur og pattaralegur 4 punda lax. Fyrsta bylgjan í ánna kemur yfirleitt um síðasta júnístraum en dagarnir á undan og eftir hafa líka verið gjöfulir. Það verður spennandi að fylgjast með ánni í sumar og keppni sem nokkuð víst að á eftir að verða spennandi um toppsætið en þar keppa systurárnar Ytri og Eystri venjulega um forystuna.
Stangveiði Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði