Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Karl Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2015 11:25 Þorsteinn Stefánsson með flottann sjóbirting úr Húseyjakvísl Húseyjakvísl er ein af skemmtilegri ám til að veiða á vorin en eins og veiðimenn þekkja þá verða menn að vera búnir undir allar tegundir af veðri þegar þeir veiða á þessum árstíma. Það fengu félagarnir Þorsteinn, Magni, Oliver og Óskar að sannreyna þegar þeir veiddu í ánni fyrir tveimur dögum. "Við fengum allar tegundir af veðri, snjó á degi tvö og mikinn vind. rosalegan vind á degi þrjú og síðan logn og sól á degi fjögur" sagði Þorsteinn Stefánsson þegar við heyrðum í honum eftir þessa eftirminnilegu ferð. " Við vorum í hálfan,heilan,heilan,hálfan. fengum 26 fiska. marga á mili 60 - 70cm og nokkra yfir 70cm. Frábær veiði á flotlínur með sink tip. blackghost aðallega og svo nokkrar heimatilbúnar með hvítu í, Cuntslayer og Píkuslí". "Rosalega skemmtileg á og geðveikir fiskar,sterkir. frábært veiðihús og við viljum þakka Valgarði Ragnarssyni kærlega fyrir allt, hann stendur rosalega vel að öllu þarna, og á hrós skilið fyrir sína vinnu og afrek þarna . það var eldað læri og kjötsúpu eins og alvöru veiðiferðir eiga að vera" bætir Þorsteinn við. Framundan er frábær tími í ánni og klárt mál að þeir sem eiga daga þarna framundan eiga gott í vændum. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Húseyjakvísl er ein af skemmtilegri ám til að veiða á vorin en eins og veiðimenn þekkja þá verða menn að vera búnir undir allar tegundir af veðri þegar þeir veiða á þessum árstíma. Það fengu félagarnir Þorsteinn, Magni, Oliver og Óskar að sannreyna þegar þeir veiddu í ánni fyrir tveimur dögum. "Við fengum allar tegundir af veðri, snjó á degi tvö og mikinn vind. rosalegan vind á degi þrjú og síðan logn og sól á degi fjögur" sagði Þorsteinn Stefánsson þegar við heyrðum í honum eftir þessa eftirminnilegu ferð. " Við vorum í hálfan,heilan,heilan,hálfan. fengum 26 fiska. marga á mili 60 - 70cm og nokkra yfir 70cm. Frábær veiði á flotlínur með sink tip. blackghost aðallega og svo nokkrar heimatilbúnar með hvítu í, Cuntslayer og Píkuslí". "Rosalega skemmtileg á og geðveikir fiskar,sterkir. frábært veiðihús og við viljum þakka Valgarði Ragnarssyni kærlega fyrir allt, hann stendur rosalega vel að öllu þarna, og á hrós skilið fyrir sína vinnu og afrek þarna . það var eldað læri og kjötsúpu eins og alvöru veiðiferðir eiga að vera" bætir Þorsteinn við. Framundan er frábær tími í ánni og klárt mál að þeir sem eiga daga þarna framundan eiga gott í vændum.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði