Búbót bíður McIlroy eldri haldi sá yngri út Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. júlí 2014 11:00 Einbeittur vísir/getty Rory McIlroy er með sex högga forystu þegar aðeins 18 holur eru eftir af opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Fáir bíða eins spenntir eftir því að sjá hvort kylfingurinn 25 ára gamli haldi út og standist pressuna og faðir hans, Gerry McIlroy. McIlroy eldri datt nefnilega í hug, þegar hann sá hversu mikið efni sonur hans var, að veðja 100 pundum á að Rory myndi vinna opna breska 25 ára gamall eða yngri. Þetta gerði hann fyrir tíu árum síðan eða þegar Rory var 15 ára gamall. Veðbankinn sem taldi sig vera að fá gefins 100 pund bauð Gerry líkurnar 1 á móti 500 sem myndi gefa Gerry 50.000 pund eða tæpar 10 milljónir króna í reiðufé vinni strákurinn á morgun. Rory hóf leik í gær með fjögurra högga forystu. Sú forysta var horfin þegar fimm holur voru eftir af hringnum en með ótrúlegum endasprett, þar sem hann náði meðal annars í tvo erni á þremur síðustu holunum, jók hann forystuna í sex högg og sigurinn virðist blasa við honum. Rory lék fyrstu tvo hringina á 66 höggum hvorn og á 68 höggum í gær. Hversu vel hann gerir í dag er hægt að sjá á Golfstöðinni í beinni útsendingu. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy er með sex högga forystu þegar aðeins 18 holur eru eftir af opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Fáir bíða eins spenntir eftir því að sjá hvort kylfingurinn 25 ára gamli haldi út og standist pressuna og faðir hans, Gerry McIlroy. McIlroy eldri datt nefnilega í hug, þegar hann sá hversu mikið efni sonur hans var, að veðja 100 pundum á að Rory myndi vinna opna breska 25 ára gamall eða yngri. Þetta gerði hann fyrir tíu árum síðan eða þegar Rory var 15 ára gamall. Veðbankinn sem taldi sig vera að fá gefins 100 pund bauð Gerry líkurnar 1 á móti 500 sem myndi gefa Gerry 50.000 pund eða tæpar 10 milljónir króna í reiðufé vinni strákurinn á morgun. Rory hóf leik í gær með fjögurra högga forystu. Sú forysta var horfin þegar fimm holur voru eftir af hringnum en með ótrúlegum endasprett, þar sem hann náði meðal annars í tvo erni á þremur síðustu holunum, jók hann forystuna í sex högg og sigurinn virðist blasa við honum. Rory lék fyrstu tvo hringina á 66 höggum hvorn og á 68 höggum í gær. Hversu vel hann gerir í dag er hægt að sjá á Golfstöðinni í beinni útsendingu.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira