Evrópuævintýri Víkings heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2014 11:30 Færeysku Víkingarnir voru að vonum sáttir í gær. Heimasíða Víkings Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira