Ragna Lóa: Alveg nóg að vinna leiki 1-0 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2014 13:20 Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna. Vísir/Getty Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfari fyrri hluti Pepsi-deildar kvenna, en þetta var tilkynnt á fundi í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Nýliðum Fylkis hefur gengið flest í haginn á tímabilinu og liðið situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Ragna, sem tók við þjálfun Fylkis fyrir síðasta tímabil, segir að sú vinna sem fór fram á undirbúningstímabilinu liggi árangri Fylkiskvenna til grundvallar. "Ég þakka árangurinn frábæru liði sem var tilbúið að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu. "Það er engin spurning að allt það sem gerðum á undirbúningstímabilinu er að skila sér. Við lögðum mikla áherslu á að koma mjög vel undirbúnar til leiks og vera allavega í toppformi, og það hefur gengið eftir og skilað sínu," sagði Ragna. Varnarleikur Fylkis hefur verið mjög sterkur það sem af er sumri. Liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu og Fylkir átti tvo varnarmenn í úrvalsliðinu sem var kynnt í dag, þær CarysHawkins og Lovísu Sólveigu Erlingsdóttur. "Við höfum lagt mjög mikla áherslu á varnarleikinn. Ef það er ekki skorað hjá þér, þá taparðu ekki leikjum. "Það hefur vantað aðeins upp á sóknarleikinn. Varnarleikurinn hjá okkur er spilaður alveg frá fremsta manni og það hefur kannski bitnað aðeins á sóknarleiknum. "En við erum ekkert ósáttar, við gerum bara það sem þarf. Það er alveg nóg að vinna leiki 1-0," sagði Ragna sem býst við að seinni umferðin verði Fylkisliðinu erfiðari en sú fyrri. "Seinni umferðin verður okkur alveg örugglega talsvert erfiðari. Við erum að missa leikmenn, en við vonumst til að önnur lið séu að því líka. "Þetta lið okkar búið að fara nokkuð langt á stemmningu og gleði og við þurfum bara að halda því áfram," sagði Ragna að lokum, en Fylkir mætir ÍA á heimavelli klukkan 19:15 í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfari fyrri hluti Pepsi-deildar kvenna, en þetta var tilkynnt á fundi í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Nýliðum Fylkis hefur gengið flest í haginn á tímabilinu og liðið situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Ragna, sem tók við þjálfun Fylkis fyrir síðasta tímabil, segir að sú vinna sem fór fram á undirbúningstímabilinu liggi árangri Fylkiskvenna til grundvallar. "Ég þakka árangurinn frábæru liði sem var tilbúið að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu. "Það er engin spurning að allt það sem gerðum á undirbúningstímabilinu er að skila sér. Við lögðum mikla áherslu á að koma mjög vel undirbúnar til leiks og vera allavega í toppformi, og það hefur gengið eftir og skilað sínu," sagði Ragna. Varnarleikur Fylkis hefur verið mjög sterkur það sem af er sumri. Liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu og Fylkir átti tvo varnarmenn í úrvalsliðinu sem var kynnt í dag, þær CarysHawkins og Lovísu Sólveigu Erlingsdóttur. "Við höfum lagt mjög mikla áherslu á varnarleikinn. Ef það er ekki skorað hjá þér, þá taparðu ekki leikjum. "Það hefur vantað aðeins upp á sóknarleikinn. Varnarleikurinn hjá okkur er spilaður alveg frá fremsta manni og það hefur kannski bitnað aðeins á sóknarleiknum. "En við erum ekkert ósáttar, við gerum bara það sem þarf. Það er alveg nóg að vinna leiki 1-0," sagði Ragna sem býst við að seinni umferðin verði Fylkisliðinu erfiðari en sú fyrri. "Seinni umferðin verður okkur alveg örugglega talsvert erfiðari. Við erum að missa leikmenn, en við vonumst til að önnur lið séu að því líka. "Þetta lið okkar búið að fara nokkuð langt á stemmningu og gleði og við þurfum bara að halda því áfram," sagði Ragna að lokum, en Fylkir mætir ÍA á heimavelli klukkan 19:15 í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27