Rory McIlroy stóðst pressuna og sigraði Opna breska Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2014 17:30 Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy stóðst áhlaup Sergio Garcia á seinasta hring Opna breska Meistaramótsins í golfi og tryggði sér Silfurkönnuna eftirsóttu. Rory var með sex högga forystu fyrir daginn í dag eftir að hafa leikið óaðfinnanlegt golf fyrstu þrjá keppnisdaga mótsins. Garcia gerði harða atlögu að forystu Rory á lokahringnum og náði þrisvar að minnka niður í tvö högg en alltaf náði Rory að halda spænska kylfingnum í ágætri fjarlægð. Góð frammistaða Rory á fyrstu þremur dögum mótsins varð á endanum það sem skóp sigurinn en Garcia náði að minnka forskot Rory um fjögur högg á lokadegi mótsins. Það var hinsvegar of seint og fagnaði McIlroy sigrinum á síðustu holu vallarins með pari. Var þetta þriðji stórmeistaratitill Rory á ferlinum en hann hefur nú unnið PGA meistaramótið, opna bandaríska- og Opna breska meistaramótið og er Mastersmótið eina stórmótið sem kylfingnum vantar í safnið. Fyrir sigur sinn á mótinu fær McIlroy rúmlega 150 milljónir íslenskra króna í vasann en faðir hans vann tæplega fjörutíu milljónir punda á sigri Rory fyrir veðmál sem hann gerði fyrir tíu árum síðan. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy stóðst áhlaup Sergio Garcia á seinasta hring Opna breska Meistaramótsins í golfi og tryggði sér Silfurkönnuna eftirsóttu. Rory var með sex högga forystu fyrir daginn í dag eftir að hafa leikið óaðfinnanlegt golf fyrstu þrjá keppnisdaga mótsins. Garcia gerði harða atlögu að forystu Rory á lokahringnum og náði þrisvar að minnka niður í tvö högg en alltaf náði Rory að halda spænska kylfingnum í ágætri fjarlægð. Góð frammistaða Rory á fyrstu þremur dögum mótsins varð á endanum það sem skóp sigurinn en Garcia náði að minnka forskot Rory um fjögur högg á lokadegi mótsins. Það var hinsvegar of seint og fagnaði McIlroy sigrinum á síðustu holu vallarins með pari. Var þetta þriðji stórmeistaratitill Rory á ferlinum en hann hefur nú unnið PGA meistaramótið, opna bandaríska- og Opna breska meistaramótið og er Mastersmótið eina stórmótið sem kylfingnum vantar í safnið. Fyrir sigur sinn á mótinu fær McIlroy rúmlega 150 milljónir íslenskra króna í vasann en faðir hans vann tæplega fjörutíu milljónir punda á sigri Rory fyrir veðmál sem hann gerði fyrir tíu árum síðan.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira