Davíð Þór: Nettur Dani Alves í bakverðinum þeirra Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2014 11:30 Davíð Þór eftir æfingu FH-liðsins í gær. mynd/fh-ingar.net. „Við vorum bara að klára að borða og erum að hvíla okkur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH, við Vísi er hann hefur það náðugt á hóteli í Borås, fimm tímum fyrir Evrópudeildarleik. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og líst Davíð Þór ágætlega á mótherjann. „Við vitum núna heilmikið um þá. Við fórum yfir leik Elfsborgar í gær og aftur í morgun. Við erum ágætlega upplýstir,“ segir hann. „Þetta er mjög gott lið og verið við toppinn í Svíþjóð núna í tíu ár. Það er þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta og pressa framarlega með bakverði sem koma langt fram völlinn og taka virkan þátt í sóknarleiknum. Við vitum að við munum eiga fullt í fangi með að verjast þeim.“ „Elfsborg mætir alltaf af þvílíkum krafti í leikina og vill ná marki snemma. Auðvitað vilja öll lið skora snemma, en það leggur virkilega mikla áherslu á það. Það er mikilvægt fyrir okkur að mæta klárir í slaginn.“ Davíð Þór segir lykilatriði fyrir FH í kvöld að stýra hraða leiksins eins og það gerði svo svakalega vel á móti Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í síðustu umferð. „Við verðum að gera það ef við ætlum að ná árangri í þessari keppni. Við gerðum það vel á móti Grodno og líka í Evrópu í fyrra. Leikurinn fer fram á gervigrasi sem þeir eru vanir að spila á þannig ef þeir fá tíma á boltann munu þeir sprengja okkur upp,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór í viðtali við FH-síðuna.mynd/fhingar.net.Hvíld, matur, fundur, leikur. Elfsborg er vissulega sigurstranglegra en FH í þessu einvígi, en Svíarnir hafa aðeins verið að minnka væntingar stuðningsmanna í aðdraganda leiksins. „Þeir eru eitthvað að reyna að tala möguleikana sína niður, en þetta er eitt af stærstu liðunum í Svíþjóð og eitt það sterkasta í dag. Þetta er alvöru klúbbur,“ segir Davíð Þór, en hvaða leikmenn ber að varast í kvöld? „Inn á miðjunni er Anders Svensson, leikjahæsti leikmaður sænska landsliðsins. Hann stýrir öllu þarna. Svo fram á við eru þeir með Dana sem er virkilega skemmtilegur og hægri bakvörðurinn, fyrirliðinn, liggur við að sé þeirra besti sóknarmaður. Það er svona nettur Dani Alves í honum. Við verðum að verjast honum og reyna svo að nýta svæðið sem myndast ef hann tekur eitthvað galið hlaup fram völlinn.“ Leikurinn fer fram klukkan 18.00 að sænskum tíma, en hvað gera FH-ingar á leikdegi í Evrópu? „Nú er bara hvíld, svo borðum við smá og tökum léttan fund. Eftir það fara menn bara að gera sig klára og svo mætum við á völlinn 90 mínútum fyrir leik. Eftir það taka bara við hlaup í 90 mínútur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
„Við vorum bara að klára að borða og erum að hvíla okkur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH, við Vísi er hann hefur það náðugt á hóteli í Borås, fimm tímum fyrir Evrópudeildarleik. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og líst Davíð Þór ágætlega á mótherjann. „Við vitum núna heilmikið um þá. Við fórum yfir leik Elfsborgar í gær og aftur í morgun. Við erum ágætlega upplýstir,“ segir hann. „Þetta er mjög gott lið og verið við toppinn í Svíþjóð núna í tíu ár. Það er þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta og pressa framarlega með bakverði sem koma langt fram völlinn og taka virkan þátt í sóknarleiknum. Við vitum að við munum eiga fullt í fangi með að verjast þeim.“ „Elfsborg mætir alltaf af þvílíkum krafti í leikina og vill ná marki snemma. Auðvitað vilja öll lið skora snemma, en það leggur virkilega mikla áherslu á það. Það er mikilvægt fyrir okkur að mæta klárir í slaginn.“ Davíð Þór segir lykilatriði fyrir FH í kvöld að stýra hraða leiksins eins og það gerði svo svakalega vel á móti Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í síðustu umferð. „Við verðum að gera það ef við ætlum að ná árangri í þessari keppni. Við gerðum það vel á móti Grodno og líka í Evrópu í fyrra. Leikurinn fer fram á gervigrasi sem þeir eru vanir að spila á þannig ef þeir fá tíma á boltann munu þeir sprengja okkur upp,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór í viðtali við FH-síðuna.mynd/fhingar.net.Hvíld, matur, fundur, leikur. Elfsborg er vissulega sigurstranglegra en FH í þessu einvígi, en Svíarnir hafa aðeins verið að minnka væntingar stuðningsmanna í aðdraganda leiksins. „Þeir eru eitthvað að reyna að tala möguleikana sína niður, en þetta er eitt af stærstu liðunum í Svíþjóð og eitt það sterkasta í dag. Þetta er alvöru klúbbur,“ segir Davíð Þór, en hvaða leikmenn ber að varast í kvöld? „Inn á miðjunni er Anders Svensson, leikjahæsti leikmaður sænska landsliðsins. Hann stýrir öllu þarna. Svo fram á við eru þeir með Dana sem er virkilega skemmtilegur og hægri bakvörðurinn, fyrirliðinn, liggur við að sé þeirra besti sóknarmaður. Það er svona nettur Dani Alves í honum. Við verðum að verjast honum og reyna svo að nýta svæðið sem myndast ef hann tekur eitthvað galið hlaup fram völlinn.“ Leikurinn fer fram klukkan 18.00 að sænskum tíma, en hvað gera FH-ingar á leikdegi í Evrópu? „Nú er bara hvíld, svo borðum við smá og tökum léttan fund. Eftir það fara menn bara að gera sig klára og svo mætum við á völlinn 90 mínútum fyrir leik. Eftir það taka bara við hlaup í 90 mínútur,“ segir Davíð Þór Viðarsson.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00