Ekki í mínu nafni Hlédís Sveinsdóttir skrifar 4. ágúst 2014 17:15 Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um Helförina. En ég man hvernig mér leið og hvaða spurningar vöknuðu. Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig getur þjóðarmorð viðgengist í svona langan tíma án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við? Ég man einnig eftir samtali milli mín og afa míns heitins um Helförina. Það eru ótal spurningar sem vakna þegar stálpað barn reynir að skilja óskiljanlega hegðun. Um leið og ég þakkaði fyrir að hafa ekki fæðst á þessum tíma fann ég til skammar og spurði afa af hverju hann og hans kynslóð hefðu ekki gert neitt. Þau voru jú á besta aldri þegar þessu ósköp gengu yfir. Ég man líka eftir þunganum sem færðist yfir rödd hans þegar hann sagði mér að þau hefði ekki vitað fyrr en síðar hversu mikil viðbjóður átti sér stað. Ég hafði samúð með afa og hans kynslóð, hugsaði um hvað það hlyti að vera sárt að vita til þess að eitthvað jafn viðurstyggilegt og Helförin hefði átt sér stað á sama tíma og þau lifðu. Þökk sé Internetinu vitum við, ólíkt fyrri kynslóðum, nákvæmlega hvað er í gangi í Palestínu í dag. Við vitum tölu látinna beggja megin, aldur og áhugamál barna sem aflífuð eru á okkar tíma. Núna. Myndir berast okkur samdægurs af sundurtættum barnslíkömum. Samt situr alþjóðasamfélagið hljótt hjá. Kurteislegt bréf til yfirvalda í Ísrael er góð byrjun en þarf að fylgja eftir af hörku. Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög. Við ráðum því ekki á hvaða tíma við lifum, og bara að hluta til getum við stjórnað í hverju við lendum. En við ráðum því alltaf hvernig við bregðumst við. Það langar engan að verða vitni að morði né bera vitni í morðmáli. Það segir sig sjálft að gerandinn gæti verið okkur hættulegur. En ef þú á annað borð ert vitni, stendur valið annarsvegar um að vera heigullinn, taka ekki afstöðu og bera ekki vitni eða gera það sem rétt er, þótt það sé óþægilegt. Hvernig ætlum við að svara barnabörnum okkar? Jú, við vissum nákvæmlega hvaða hryllingur væri í gangi og jú, við reyndum allt sem við gátum. Hvað? Við sendum kurteist bréf. Aðgerðaleysi er afstaða. Það er í raun ákvörðun um að gera ekki neitt. Það er óttinn við að bera vitni og verða fyrir óþægindum því gerandinn er valdamikill. Það er þá skjalfest hér með að það er ekki í mínu nafni. Ég vil að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Núna.Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.Hlédís Sveinsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um Helförina. En ég man hvernig mér leið og hvaða spurningar vöknuðu. Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig getur þjóðarmorð viðgengist í svona langan tíma án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við? Ég man einnig eftir samtali milli mín og afa míns heitins um Helförina. Það eru ótal spurningar sem vakna þegar stálpað barn reynir að skilja óskiljanlega hegðun. Um leið og ég þakkaði fyrir að hafa ekki fæðst á þessum tíma fann ég til skammar og spurði afa af hverju hann og hans kynslóð hefðu ekki gert neitt. Þau voru jú á besta aldri þegar þessu ósköp gengu yfir. Ég man líka eftir þunganum sem færðist yfir rödd hans þegar hann sagði mér að þau hefði ekki vitað fyrr en síðar hversu mikil viðbjóður átti sér stað. Ég hafði samúð með afa og hans kynslóð, hugsaði um hvað það hlyti að vera sárt að vita til þess að eitthvað jafn viðurstyggilegt og Helförin hefði átt sér stað á sama tíma og þau lifðu. Þökk sé Internetinu vitum við, ólíkt fyrri kynslóðum, nákvæmlega hvað er í gangi í Palestínu í dag. Við vitum tölu látinna beggja megin, aldur og áhugamál barna sem aflífuð eru á okkar tíma. Núna. Myndir berast okkur samdægurs af sundurtættum barnslíkömum. Samt situr alþjóðasamfélagið hljótt hjá. Kurteislegt bréf til yfirvalda í Ísrael er góð byrjun en þarf að fylgja eftir af hörku. Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög. Við ráðum því ekki á hvaða tíma við lifum, og bara að hluta til getum við stjórnað í hverju við lendum. En við ráðum því alltaf hvernig við bregðumst við. Það langar engan að verða vitni að morði né bera vitni í morðmáli. Það segir sig sjálft að gerandinn gæti verið okkur hættulegur. En ef þú á annað borð ert vitni, stendur valið annarsvegar um að vera heigullinn, taka ekki afstöðu og bera ekki vitni eða gera það sem rétt er, þótt það sé óþægilegt. Hvernig ætlum við að svara barnabörnum okkar? Jú, við vissum nákvæmlega hvaða hryllingur væri í gangi og jú, við reyndum allt sem við gátum. Hvað? Við sendum kurteist bréf. Aðgerðaleysi er afstaða. Það er í raun ákvörðun um að gera ekki neitt. Það er óttinn við að bera vitni og verða fyrir óþægindum því gerandinn er valdamikill. Það er þá skjalfest hér með að það er ekki í mínu nafni. Ég vil að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Núna.Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.Hlédís Sveinsdóttir.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun