177 laxar komnir úr Affallinu Karl Lúðvíksson skrifar 19. ágúst 2014 16:44 Mynd: KL Affallið er ein af litlu ánum þar sem veiði er haldið uppi með hafbeit og þrátt fyrir litlar smálaxagöngur víða um land hafa göngur í Affallið verið alveg prýðilegar. Heildarveiðin úr ánni í gær stóð í 177 löxum og náði síðasta holl 17 löxum á land. Áin hefur breytt sér aðeins á milli ára þannig að einhverjir staðir sem gáfu laxa í fyrra halda laxi ekki þetta árið en í staðinn verða til nýjir staðir. Þetta er eitt af því sem getur gert veiðina þarna mjög skemmtilega því þeir sem detta niður á þessa nýju staði gera yfirleitt flotta veiði. Tíminn framundan hefur oft verið mjög gjöfull á þessu svæði og lúsugir laxar eru að veiðast allt til loka tímabils í október en þar að auki byrjar sjóbirtingurinn að ganga um þetta leiti og hann getur oft verið nokkuð vænn. Veiðin í Þverá í Fljótshlíð hefur líka verið góð og lauk holl veiðum fyrir fáum dögum með 22 laxa og lax hefur sést víða í ánni en þó mest í og við sleppitjarnirnar en við efri tjörnina liggur oftar en ekki mikið af laxi. Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði
Affallið er ein af litlu ánum þar sem veiði er haldið uppi með hafbeit og þrátt fyrir litlar smálaxagöngur víða um land hafa göngur í Affallið verið alveg prýðilegar. Heildarveiðin úr ánni í gær stóð í 177 löxum og náði síðasta holl 17 löxum á land. Áin hefur breytt sér aðeins á milli ára þannig að einhverjir staðir sem gáfu laxa í fyrra halda laxi ekki þetta árið en í staðinn verða til nýjir staðir. Þetta er eitt af því sem getur gert veiðina þarna mjög skemmtilega því þeir sem detta niður á þessa nýju staði gera yfirleitt flotta veiði. Tíminn framundan hefur oft verið mjög gjöfull á þessu svæði og lúsugir laxar eru að veiðast allt til loka tímabils í október en þar að auki byrjar sjóbirtingurinn að ganga um þetta leiti og hann getur oft verið nokkuð vænn. Veiðin í Þverá í Fljótshlíð hefur líka verið góð og lauk holl veiðum fyrir fáum dögum með 22 laxa og lax hefur sést víða í ánni en þó mest í og við sleppitjarnirnar en við efri tjörnina liggur oftar en ekki mikið af laxi.
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði