Þjálfari Halldórs Orra hafnaði Celtic Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. ágúst 2014 10:30 Ronny Deila tókst að láta slá sig tvisvar úr Meistaradeildinni í einni forkeppni. vísir/getty Fáir menn eru óvinsælli hjá stórum hluta Glasgow-borgar en Norðmaðurinn RonnyDeila, knattspyrnustjóri Celtic. Skoska liðinu tókst að láta slá sig aftur úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, 1-0, á heimavelli, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Celtic var í raun hent úr keppninni af pólska stórliðinu Legia Varsjá í þriðju umferð forkeppninnar, en Legia vann einvígi liðanna sannfærandi, 6-1. Celtic slapp þó með skrekkinn því Legia var fellt úr keppninni þar sem það spilaði á leikmanni sem var í banni. „Það er aðeins eitt sem hægt er að segja: Við vorum ekki nógu góðir og áttum ekki skilið að fara í Meistaradeildina,“ sagði Ronny Deila hreinskilinn eftir leik.Þjálfari og leikmenn Maribor fagna við lokaflautið í gær, en Deila er íbygginn á svip.vísir/gettyDeila, sem gerði Strömsgodset að norskum meisturum síðasta haust, tók við Celtic í sumar eftir að Neil Lennon sagði starfi sínu lausu. Hann var þó ekki fyrsti kostur Celtic og er nú sagður valtur í sessi eftir þetta klúður í Meistaradeildinni. Celtic reyndi fyrst að RoyKeane sem hafnaði starfinu og gerðist síðar aðstoðarþjálfari Aston Villa, en nú hefur HenrikLarson, sænska goðsögnin sem spilaði með Celtic við góðan orðstír, staðfest að honum var borðið starfið. Skoskir miðlar fullyrtu þetta í sumar, en Larson neitaði þeim fréttum ávallt. Hann þjálfar sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF þar sem Stjörnumaðurinn HalldórOrriBjörnsson spilar, en nú hefur hann loks staðfest að honum bauðst starfið. „Já, ég hafnaði Celtic-starfinu í sumar. Ég hugsaði mig um, en á endanum ákvað ég að vera áfram hjá Falkenbergs,“ sagði Henrik Larson við The Sun. Larson er nú á ný orðaður við starfið í skoskum miðlum í morgun, en margir stuðningsmenn Celtic vilja losna við Deila og hafa boðað til mótmæla fyrir utan völl félagsins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Fáir menn eru óvinsælli hjá stórum hluta Glasgow-borgar en Norðmaðurinn RonnyDeila, knattspyrnustjóri Celtic. Skoska liðinu tókst að láta slá sig aftur úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, 1-0, á heimavelli, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Celtic var í raun hent úr keppninni af pólska stórliðinu Legia Varsjá í þriðju umferð forkeppninnar, en Legia vann einvígi liðanna sannfærandi, 6-1. Celtic slapp þó með skrekkinn því Legia var fellt úr keppninni þar sem það spilaði á leikmanni sem var í banni. „Það er aðeins eitt sem hægt er að segja: Við vorum ekki nógu góðir og áttum ekki skilið að fara í Meistaradeildina,“ sagði Ronny Deila hreinskilinn eftir leik.Þjálfari og leikmenn Maribor fagna við lokaflautið í gær, en Deila er íbygginn á svip.vísir/gettyDeila, sem gerði Strömsgodset að norskum meisturum síðasta haust, tók við Celtic í sumar eftir að Neil Lennon sagði starfi sínu lausu. Hann var þó ekki fyrsti kostur Celtic og er nú sagður valtur í sessi eftir þetta klúður í Meistaradeildinni. Celtic reyndi fyrst að RoyKeane sem hafnaði starfinu og gerðist síðar aðstoðarþjálfari Aston Villa, en nú hefur HenrikLarson, sænska goðsögnin sem spilaði með Celtic við góðan orðstír, staðfest að honum var borðið starfið. Skoskir miðlar fullyrtu þetta í sumar, en Larson neitaði þeim fréttum ávallt. Hann þjálfar sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF þar sem Stjörnumaðurinn HalldórOrriBjörnsson spilar, en nú hefur hann loks staðfest að honum bauðst starfið. „Já, ég hafnaði Celtic-starfinu í sumar. Ég hugsaði mig um, en á endanum ákvað ég að vera áfram hjá Falkenbergs,“ sagði Henrik Larson við The Sun. Larson er nú á ný orðaður við starfið í skoskum miðlum í morgun, en margir stuðningsmenn Celtic vilja losna við Deila og hafa boðað til mótmæla fyrir utan völl félagsins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira