Hunter Mahan sigraði með glæsibrag á Barclays 24. ágúst 2014 22:19 Mahan lék frábærlega um helgina. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði í kvöld á sínu sjötta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann lék best allra á Barclays mótinu sem fram fór á Ridgewood vellinum. Lokahringurinn var mjög spennandi en margir sterkir kylfingar skiptust á að taka forystuna framan af. Það var þó Mahan sem setti í nýjan gír á seinni níu holunum þar sem hann fékk fimm fugla, þrjú pör og einn skolla. Mahan sigraði að lokum með tveimur höggum eftir lokahring upp á 65 högg en hann endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.Cameron Tringale, Jason Day og Stuart Appleby deildu öðru sætinu á 12 höggum undir pari en Ernie Els, Matt Kuchar og William McGirt komu þar á eftir á 11 undir pari.Rory McIlroy byrjaði mótið illa og náði aldrei að blanda sér í baráttu efstu manna en hann endaði að lokum í 22. sæti á fimm höggum undir pari. Þá nagar Jim Furyk sig eflaust í handabökin en eftir að hafa leitt fyrir lokahringinn endaði hann í áttunda sæti á 10 höggum undir pari. Síðan að Furyk sigraði síðast á PGA-mótaröðinni árið 2010 hefur hann átta sinnum leitt fyrir lokahringinn en ávalt misst niður forystuna. Hann á því greinilega erfitt með að leika vel undir pressu en með örlítið meiri heppni gæti þessi vinsæli kylfingur blandað sér í baráttuna um Fed-Ex bikarinn á næstu vikum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem fram fer á TPC Boston vellinum en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir í Fed-Ex bikarnum þátttökurétt. Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði í kvöld á sínu sjötta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann lék best allra á Barclays mótinu sem fram fór á Ridgewood vellinum. Lokahringurinn var mjög spennandi en margir sterkir kylfingar skiptust á að taka forystuna framan af. Það var þó Mahan sem setti í nýjan gír á seinni níu holunum þar sem hann fékk fimm fugla, þrjú pör og einn skolla. Mahan sigraði að lokum með tveimur höggum eftir lokahring upp á 65 högg en hann endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.Cameron Tringale, Jason Day og Stuart Appleby deildu öðru sætinu á 12 höggum undir pari en Ernie Els, Matt Kuchar og William McGirt komu þar á eftir á 11 undir pari.Rory McIlroy byrjaði mótið illa og náði aldrei að blanda sér í baráttu efstu manna en hann endaði að lokum í 22. sæti á fimm höggum undir pari. Þá nagar Jim Furyk sig eflaust í handabökin en eftir að hafa leitt fyrir lokahringinn endaði hann í áttunda sæti á 10 höggum undir pari. Síðan að Furyk sigraði síðast á PGA-mótaröðinni árið 2010 hefur hann átta sinnum leitt fyrir lokahringinn en ávalt misst niður forystuna. Hann á því greinilega erfitt með að leika vel undir pressu en með örlítið meiri heppni gæti þessi vinsæli kylfingur blandað sér í baráttuna um Fed-Ex bikarinn á næstu vikum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem fram fer á TPC Boston vellinum en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir í Fed-Ex bikarnum þátttökurétt.
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira