Viðar Örn: Held ég hafi getuna til að spila í stærri deild Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 12:30 Viðar fagnar marki með Vålerenga. Mynd/Vålerenga Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira