Jón Kalman orðaður við Nóbelsverðlaunin: „Um það bil tólf þúsund höfundar á undan mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 09:43 Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. „Ég get ekki sagt að ég sé spenntur eftir því að þetta verði tilkynnt,“ segir Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, léttur í bragði en í gær birti RÚV frétt þess efnis að höfundurinn væri orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Í blaðinu Cronache del Garantista kom nafn hans við sögu í tengslum við verðlaunin en þríleikur Jóns Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins hefur verið þýddur á ítölsku og fengið góðar viðtökur þar í landi. „Maður er auðvitað bara alltaf spenntur yfir því hvaða höfundur hreppir verðlaunin en það eru svona um það bil tólf þúsund höfundar á undan mér í röðinni. Ég er algjörlega rólegur, “ segir Jón og hlær sig máttlausan. Jón segir að fólk í kringum hann hafi haft gaman af þessu og rætt töluvert við hann um möguleikana. „Maður tekur þessu ekki alvarlega. Það hefur gengið vel hjá mér á Ítalíu og þeir hafa fundið eitthvað við þessar bækur en ætli þetta sé ekki bara útaf því að ég hef svo góðan þýðanda,“ segir Jón sem ætlar nú ekki að fylgjast með beinni útsendingu þegar verðlaunahafinn verður kynntur til sögunnar.Hér má fylgjast með þeirri útsendingu og hefst hún klukkan 10.30. Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Blautir búkar og pylsupartí Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég get ekki sagt að ég sé spenntur eftir því að þetta verði tilkynnt,“ segir Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, léttur í bragði en í gær birti RÚV frétt þess efnis að höfundurinn væri orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Í blaðinu Cronache del Garantista kom nafn hans við sögu í tengslum við verðlaunin en þríleikur Jóns Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins hefur verið þýddur á ítölsku og fengið góðar viðtökur þar í landi. „Maður er auðvitað bara alltaf spenntur yfir því hvaða höfundur hreppir verðlaunin en það eru svona um það bil tólf þúsund höfundar á undan mér í röðinni. Ég er algjörlega rólegur, “ segir Jón og hlær sig máttlausan. Jón segir að fólk í kringum hann hafi haft gaman af þessu og rætt töluvert við hann um möguleikana. „Maður tekur þessu ekki alvarlega. Það hefur gengið vel hjá mér á Ítalíu og þeir hafa fundið eitthvað við þessar bækur en ætli þetta sé ekki bara útaf því að ég hef svo góðan þýðanda,“ segir Jón sem ætlar nú ekki að fylgjast með beinni útsendingu þegar verðlaunahafinn verður kynntur til sögunnar.Hér má fylgjast með þeirri útsendingu og hefst hún klukkan 10.30.
Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Blautir búkar og pylsupartí Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp