Oliver Wilson hafði sigur í Skotlandi 5. október 2014 16:32 Oliver Wilson les pútt á St. Andrews í dag. Getty Englendingurinn Oliver Wilson sigraði á Alfred Dunhill Links meistaramótinu sem kláraðist í dag en sigurinn er hans fyrsti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Fyrstu þrír hringirnir voru leiknir til skiptis á Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews völlunum í Skotlandi en lokahringurinn fór fram á þeim síðastnefnda. Wilson lék hringina fjóra á samtals 17 höggum undir pari, einu höggi betur heldur en þeir Richie Ramsey, Rory McIlroy og Tommy Fleetwood, en sá síðastnefndi missti rúmlega þriggja metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram bráðabana. Oliver Wilson hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum og kom inn í mótið í 972. sæti á heimslistanum. Hann var því mjög nálægt því að missa keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni fyrir næsta ár en með sigrinum í dag á hann eflaust eftir að fljúga upp heimslistann auk þess að hann hefur tryggt sér keppnisrétt á mótaröðinni í tvö ár í viðbót. Alfred Dunhill Links meistaramótið er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni ár hvert en Wilson fékk rúmlega 96 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigurinn. Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Englendingurinn Oliver Wilson sigraði á Alfred Dunhill Links meistaramótinu sem kláraðist í dag en sigurinn er hans fyrsti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Fyrstu þrír hringirnir voru leiknir til skiptis á Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews völlunum í Skotlandi en lokahringurinn fór fram á þeim síðastnefnda. Wilson lék hringina fjóra á samtals 17 höggum undir pari, einu höggi betur heldur en þeir Richie Ramsey, Rory McIlroy og Tommy Fleetwood, en sá síðastnefndi missti rúmlega þriggja metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram bráðabana. Oliver Wilson hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum og kom inn í mótið í 972. sæti á heimslistanum. Hann var því mjög nálægt því að missa keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni fyrir næsta ár en með sigrinum í dag á hann eflaust eftir að fljúga upp heimslistann auk þess að hann hefur tryggt sér keppnisrétt á mótaröðinni í tvö ár í viðbót. Alfred Dunhill Links meistaramótið er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni ár hvert en Wilson fékk rúmlega 96 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigurinn.
Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira