Harpa: Viljum alltaf bæta okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2014 13:20 Harpa með verðlaunin. Vísir/Valli Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. Í dag bættust þrenn verðlaun í sarpinn þegar KSÍ gerði Pepsi-deild kvenna upp með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Harpa var kosin besti leikmaðurinn, var í úrvalsliðinu og fékk verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins sem hún skoraði gegn Aftureldingu. Harpa var einnig langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum. Aðspurð hvort hún hefði pláss fyrir öll þessi verðlaun sagði Harpa: „Ég þarf að fara að finna mér íbúð með auka herbergi til að geyma þetta allt. „Nei, nei, ég kem þessu einhvers staðar fyrir,“ sagði Harpa sem var að vonum ánægð með uppskeru dagsins, en kom þetta henni á óvart? „Nei, svo sem ekki. Þetta kom kannski ekki óvart, en ég er engu að síður mjög þakklát og stolt af þessum viðurkenningum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem vel er gert,“ sagði markadrottningin. Sumarið hjá Stjörnunni var draumi líkast, en liðið hafði mikla yfirburði í Pepsi-deildinni og tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 4-0 sigri á Selfossi í úrslitaleik. Hvað telur Harpa að liggi þessum frábæra árangri til grundvallar? „Stöðugleiki, samkeppni og metnaður hjá liðinu. Við finnum alltaf hluti sem við getum bætt okkur í og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Það er kannski lykilinn að þessu; að sitja ekki við sáttar.“ Tímabilið er þó ekki búið hjá Stjörnunni, en liðið mætir Zvezda 2005 frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ 8. október og sá seinni í Rússlandi 16. sama mánaðar. Harpa segir að Stjörnustúlkur fari hvergi bangnar inn í það einvígi. „Við eigum góða möguleika á að ná góðum úrslitum á móti þessu liði og við förum af fullum krafti inn í það verkefni og vonust til að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Harpa, en verður hún áfram í herbúðum Stjörnunnar? „Ég er samningsbundin Stjörnunni og verð heima í bili. En ef eitthvað spennandi kemur upp mun ég skoða það.“Stjörnustúlkur áttu frábært tímabil.Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. Í dag bættust þrenn verðlaun í sarpinn þegar KSÍ gerði Pepsi-deild kvenna upp með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Harpa var kosin besti leikmaðurinn, var í úrvalsliðinu og fékk verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins sem hún skoraði gegn Aftureldingu. Harpa var einnig langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum. Aðspurð hvort hún hefði pláss fyrir öll þessi verðlaun sagði Harpa: „Ég þarf að fara að finna mér íbúð með auka herbergi til að geyma þetta allt. „Nei, nei, ég kem þessu einhvers staðar fyrir,“ sagði Harpa sem var að vonum ánægð með uppskeru dagsins, en kom þetta henni á óvart? „Nei, svo sem ekki. Þetta kom kannski ekki óvart, en ég er engu að síður mjög þakklát og stolt af þessum viðurkenningum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem vel er gert,“ sagði markadrottningin. Sumarið hjá Stjörnunni var draumi líkast, en liðið hafði mikla yfirburði í Pepsi-deildinni og tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 4-0 sigri á Selfossi í úrslitaleik. Hvað telur Harpa að liggi þessum frábæra árangri til grundvallar? „Stöðugleiki, samkeppni og metnaður hjá liðinu. Við finnum alltaf hluti sem við getum bætt okkur í og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Það er kannski lykilinn að þessu; að sitja ekki við sáttar.“ Tímabilið er þó ekki búið hjá Stjörnunni, en liðið mætir Zvezda 2005 frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ 8. október og sá seinni í Rússlandi 16. sama mánaðar. Harpa segir að Stjörnustúlkur fari hvergi bangnar inn í það einvígi. „Við eigum góða möguleika á að ná góðum úrslitum á móti þessu liði og við förum af fullum krafti inn í það verkefni og vonust til að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Harpa, en verður hún áfram í herbúðum Stjörnunnar? „Ég er samningsbundin Stjörnunni og verð heima í bili. En ef eitthvað spennandi kemur upp mun ég skoða það.“Stjörnustúlkur áttu frábært tímabil.Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23