„Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2014 12:30 „Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“ Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“
Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00