Sang-Moon Bae í lykilstöðu fyrir lokahringinn á Silverado 12. október 2014 12:00 Sang-Moon Bae var frábær á þriðja hring í gær. AP Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae er í frábærri stöðu fyrir lokahringinn á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Bae lék magnað golf á þriðja hring í gær eða á sjö höggum undir pari, en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum og svo glæsilegan örn á 17. holu. Hann er samtals á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan hinum unga Zachary Blair sem er á 12 höggum undir. Nokkrir öflugir kylfingar eru ofarlega á skortöflunni og ef Sang-Moon Bae verður ekki á tánum á lokahringnum gætu þeir gert atlögu að honum. Þar má nefna Matt Kuchar á 11 höggum undir, Hunter Mahan á 10 höggum undir sem og reynsluboltinn Retief Goosen. Skotinn Martin Laird sem leiddi eftir tvo hringi náði sér ekki almennilega á strik á þriðja hringnum í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann er þó enn á 11 höggum undir pari og gæti blandað sér í baráttuna um sigurinn með öflugum hring í kvöld. Lokahringurinn í þessu spennandi móti, sem fer fram á hinum glæsilega Silverado velli, verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae er í frábærri stöðu fyrir lokahringinn á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Bae lék magnað golf á þriðja hring í gær eða á sjö höggum undir pari, en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum og svo glæsilegan örn á 17. holu. Hann er samtals á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan hinum unga Zachary Blair sem er á 12 höggum undir. Nokkrir öflugir kylfingar eru ofarlega á skortöflunni og ef Sang-Moon Bae verður ekki á tánum á lokahringnum gætu þeir gert atlögu að honum. Þar má nefna Matt Kuchar á 11 höggum undir, Hunter Mahan á 10 höggum undir sem og reynsluboltinn Retief Goosen. Skotinn Martin Laird sem leiddi eftir tvo hringi náði sér ekki almennilega á strik á þriðja hringnum í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann er þó enn á 11 höggum undir pari og gæti blandað sér í baráttuna um sigurinn með öflugum hring í kvöld. Lokahringurinn í þessu spennandi móti, sem fer fram á hinum glæsilega Silverado velli, verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira