Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 23-26 | Fram enn með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2014 00:01 Anna Úrsula, línumaður Gróttu. Fram tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna í handbolta með þriggja marka sigri, 23-26, á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag. Þetta var fyrsta tap Gróttu í deildinni í vetur, en Framkonur eru enn með fullt hús stiga eftir sex leiki. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í leiknum í dag, en tapaðir boltar voru á fjórða tuginn. Mistökin voru þó færri Fram-megin, en Safamýrarliðið spilaði afbragðs góða vörn og það kom því ekki að sök að Nadia Bordon skyldi aðeins hafa varið sjö skot í leiknum. Hvort sem það var taugaspennu um að kenna eða ekki, þá voru Gróttukonur sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik. Auk þess að tapa boltanum 13 sinnum misnotuðu þær tvö vítaköst. Heimakonur voru þó inni í leikum sökum góðra hraðaupphlaupa og snöggtum betri markvörslu en hjá Fram. Grótta byrjaði leikinn betur og komst nokkrum sinnum tveimur mörkum yfir. Í stöðunni 5-3 tók Ragnheiður Júlíusdóttir, sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Svíum fyrir nokkrum vikum, til sinna ráða, skoraði þrjú mörk í röð og kom Fram yfir, 5-6. Ragnheiður skoraði alls fimm mörk í fyrri hálfleik og var markahæst Framkvenna. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn efldust Framkonur og þrátt fyrir góða innkomu Elínar Jónu Þorsteinsdóttur í mark Gróttu skoruðu gestirnir úr Safamýrinni fjögur af fimm síðustu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu í leikhléi, 10-12. Liðin héldu áfram að tapa boltanum klaufalega í byrjun seinni hálfleik, en áfram voru Framkonur sterkari. Ragnheiður skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og kom Fram fjórum mörkum yfir, 10-14, og til að gera langa sögu stutta náðu heimakonur aldrei að brúa þann mun. Í stöðunni 15-19 fékk Grótta reyndar líflínu þegar Steinunn Björnsdóttir, sem átti fyrirtaks leik í vörn Fram, var rekin út af. Grótta nýtti sér liðsmuninn vel, skoraði þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 18-19. Nær komust heimakonur hins vegar ekki. Þær tóku hvað eftir annað rangar ákvarðanir í sóknarleiknum og ekki bætti úr skák að vörnin fór að leka. Framkonur náðu mest fimm marka forystu, 20-25, og unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-26. Ragnheiður átti stórleik í liði Fram og skoraði 11 mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Steinunn átti sem áður sagði frábæran leik í vörninni og þær Ásta Birna Gunnarsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir stóðu einnig fyrir sínu. Það gekk lítið upp hjá liði Gróttu í dag, sérstaklega í sóknarleiknum. Eva Björk Davíðsdóttir og Laufey Ásta Guðmunsdóttir voru markahæstar í liði Seltirninga með sex mörk, en þær hafa þó báðar leikið mun betur en í dag. Gestirnir höfðu einnig góðar gætur á línumanninum öfluga Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir sem skoraði aðeins tvö mörk í leiknum.Eva Björk: Ætluðum að skora tvö mörk í hverri sókn Grótta tapaði sínum fyrsta leik í Olís-deildinni þegar Fram kom í heimsókn í Hertz-höllina í dag. Eva Björk Davíðsdóttir, sem var markahæst í liði Gróttu með sex mörk ásamt Laufeyju Ástu Guðmundsdóttur, var að vonum svekkt eftir leikinn. „Það var aðallega vörnin hjá okkur í seinni hálfleik sem réði úrslitum hér í dag. Við vorum að missa þetta allt of mikið niður,“ sagði Eva, en sóknarleikur Gróttu var afar stirður í leiknum og liðið tapaði fjöldamörgum boltum. „Það var svekkjandi að tapa svona mörgum boltum. Við vorum kannski að flýta okkur of mikið. „Þar kemur agaleysi inn í og við ætluðum að skora tvö mörk í einni sókn í stað þess að halda ró okkar,“ sagði Eva sem var þó bjartsýn þrátt fyrir tapið. „Þetta er enginn heimsendir, við vinnum bara næsta leik,“ sagði leikstjórnandinn að lokum.Ragnheiður: Ætlaði ekki að eiga lélegan leik Ragnheiður Júlíusdóttir átti frábæran leik þegar Fram varð fyrst liða til að leggja Gróttu að velli í dag. Hún skoraði 11 mörk og átti auk þess nokkrar stoðsendingar. Hún var skiljanlega sátt í leikslok. „Ég er rosalega sátt. Við spiluðum ótrúlega vel í dag, liðsheildin var frábær og það var ógeðslega gaman að spila þennan leik. Það gekk einhvern veginn allt upp og við erum rosalega sáttar með þessi tvö stig,“ sagði Ragnheiður. Grótta byrjaði leikinn örlítið betur en Framkonur náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik. „Vörnin var smá í ruglinu í byrjun leiks og við vorum of seinar til baka og fengum á okkur mörk úr hraðaupphlaupum. En við löguðum það og það gekk allt upp,“ sagði Ragnheiður sem var að vonum ánægð með eigin frammistöðu í dag. En hvernig finnst henni byrjunin á mótinu hafa verið hjá sér? „Ég byrjaði mjög illa, var ekki að skjóta vel og ákvarðanatakan var ekki nógu góð, en þetta kom í dag. Ég ætlaði ekki að eiga lélegan leik og mér finnst ótrúlega gaman að spila hérna þegar eru svona mikil læti og góð stemmning,“ sagði Ragnheiður að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Fram tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna í handbolta með þriggja marka sigri, 23-26, á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag. Þetta var fyrsta tap Gróttu í deildinni í vetur, en Framkonur eru enn með fullt hús stiga eftir sex leiki. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í leiknum í dag, en tapaðir boltar voru á fjórða tuginn. Mistökin voru þó færri Fram-megin, en Safamýrarliðið spilaði afbragðs góða vörn og það kom því ekki að sök að Nadia Bordon skyldi aðeins hafa varið sjö skot í leiknum. Hvort sem það var taugaspennu um að kenna eða ekki, þá voru Gróttukonur sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik. Auk þess að tapa boltanum 13 sinnum misnotuðu þær tvö vítaköst. Heimakonur voru þó inni í leikum sökum góðra hraðaupphlaupa og snöggtum betri markvörslu en hjá Fram. Grótta byrjaði leikinn betur og komst nokkrum sinnum tveimur mörkum yfir. Í stöðunni 5-3 tók Ragnheiður Júlíusdóttir, sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Svíum fyrir nokkrum vikum, til sinna ráða, skoraði þrjú mörk í röð og kom Fram yfir, 5-6. Ragnheiður skoraði alls fimm mörk í fyrri hálfleik og var markahæst Framkvenna. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn efldust Framkonur og þrátt fyrir góða innkomu Elínar Jónu Þorsteinsdóttur í mark Gróttu skoruðu gestirnir úr Safamýrinni fjögur af fimm síðustu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu í leikhléi, 10-12. Liðin héldu áfram að tapa boltanum klaufalega í byrjun seinni hálfleik, en áfram voru Framkonur sterkari. Ragnheiður skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og kom Fram fjórum mörkum yfir, 10-14, og til að gera langa sögu stutta náðu heimakonur aldrei að brúa þann mun. Í stöðunni 15-19 fékk Grótta reyndar líflínu þegar Steinunn Björnsdóttir, sem átti fyrirtaks leik í vörn Fram, var rekin út af. Grótta nýtti sér liðsmuninn vel, skoraði þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 18-19. Nær komust heimakonur hins vegar ekki. Þær tóku hvað eftir annað rangar ákvarðanir í sóknarleiknum og ekki bætti úr skák að vörnin fór að leka. Framkonur náðu mest fimm marka forystu, 20-25, og unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-26. Ragnheiður átti stórleik í liði Fram og skoraði 11 mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Steinunn átti sem áður sagði frábæran leik í vörninni og þær Ásta Birna Gunnarsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir stóðu einnig fyrir sínu. Það gekk lítið upp hjá liði Gróttu í dag, sérstaklega í sóknarleiknum. Eva Björk Davíðsdóttir og Laufey Ásta Guðmunsdóttir voru markahæstar í liði Seltirninga með sex mörk, en þær hafa þó báðar leikið mun betur en í dag. Gestirnir höfðu einnig góðar gætur á línumanninum öfluga Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir sem skoraði aðeins tvö mörk í leiknum.Eva Björk: Ætluðum að skora tvö mörk í hverri sókn Grótta tapaði sínum fyrsta leik í Olís-deildinni þegar Fram kom í heimsókn í Hertz-höllina í dag. Eva Björk Davíðsdóttir, sem var markahæst í liði Gróttu með sex mörk ásamt Laufeyju Ástu Guðmundsdóttur, var að vonum svekkt eftir leikinn. „Það var aðallega vörnin hjá okkur í seinni hálfleik sem réði úrslitum hér í dag. Við vorum að missa þetta allt of mikið niður,“ sagði Eva, en sóknarleikur Gróttu var afar stirður í leiknum og liðið tapaði fjöldamörgum boltum. „Það var svekkjandi að tapa svona mörgum boltum. Við vorum kannski að flýta okkur of mikið. „Þar kemur agaleysi inn í og við ætluðum að skora tvö mörk í einni sókn í stað þess að halda ró okkar,“ sagði Eva sem var þó bjartsýn þrátt fyrir tapið. „Þetta er enginn heimsendir, við vinnum bara næsta leik,“ sagði leikstjórnandinn að lokum.Ragnheiður: Ætlaði ekki að eiga lélegan leik Ragnheiður Júlíusdóttir átti frábæran leik þegar Fram varð fyrst liða til að leggja Gróttu að velli í dag. Hún skoraði 11 mörk og átti auk þess nokkrar stoðsendingar. Hún var skiljanlega sátt í leikslok. „Ég er rosalega sátt. Við spiluðum ótrúlega vel í dag, liðsheildin var frábær og það var ógeðslega gaman að spila þennan leik. Það gekk einhvern veginn allt upp og við erum rosalega sáttar með þessi tvö stig,“ sagði Ragnheiður. Grótta byrjaði leikinn örlítið betur en Framkonur náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik. „Vörnin var smá í ruglinu í byrjun leiks og við vorum of seinar til baka og fengum á okkur mörk úr hraðaupphlaupum. En við löguðum það og það gekk allt upp,“ sagði Ragnheiður sem var að vonum ánægð með eigin frammistöðu í dag. En hvernig finnst henni byrjunin á mótinu hafa verið hjá sér? „Ég byrjaði mjög illa, var ekki að skjóta vel og ákvarðanatakan var ekki nógu góð, en þetta kom í dag. Ég ætlaði ekki að eiga lélegan leik og mér finnst ótrúlega gaman að spila hérna þegar eru svona mikil læti og góð stemmning,“ sagði Ragnheiður að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn