Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 10:00 Bríet Bragadóttir. Mynd/Heimasíða KSÍ Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet er í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Það er mikill heiður að vera kosin af leikmönnum deildarinnar. Það er mikil viðurkenning fyrir mig að þær séu ánægðar með störf mín," sagði Bríet en hún tók upp dómgæslu eftir að hafa meiðst. „Eftir meiðslin gekk illa að spila fótbolta á keppnisstigi og þá hafði Magnús dómarastjóri hjá KSÍ samband og bað mig um að koma og dæma. Ég sló því til og hef dæmt síðan þá en þetta var árið 2011," segir Bríet en hvað eiginleika þarftu að hafa til að verða góður dómari? „Til að vera góður dómari þarftu að vera í góðu formi, kunna reglurnar og að hafa góðan skilning á leiknum. Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig og finna alltaf leiðir til að standa sig betur í næsta leik," segir Bríet. Bríet stefnir á það að verða alþjóðlegur dómari og sækist eftir því að fá FIFA réttindi. „Fyrst ætla ég samt að dæma sem flesta stórleiki í boltanum á Íslandi og set síðan stefnuna á HM 2023," segir Bríet en hún segir að kvendómarar geti fljótlega unnið sig upp og fengið verkefni erlendis. „Það eru mjög fáir kvendómarar á Íslandi og því er auðvelt að vinna sig hratt upp. Kvendómarar fá stór tækifæri og ef þú stendur undir þeim þá nærðu hratt árangri. Ég fór til dæmis til Noregs að dæma á æfingamóti U16 ára landsliða einungis ári eftir að ég byrjaði að dæma. Það frábært að ferðast til annarra landa og hitta aðrar stelpur sem eru líka að dæma. Það er ólýsanleg tilfinning að standa á miðjum vellinum og hlýða á þjóðsöng keppnisþjóðanna í leik sem þú flautar á eftir örfáar mínútur," segir Bríet en það má finna allt viðtalið við hana með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet er í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Það er mikill heiður að vera kosin af leikmönnum deildarinnar. Það er mikil viðurkenning fyrir mig að þær séu ánægðar með störf mín," sagði Bríet en hún tók upp dómgæslu eftir að hafa meiðst. „Eftir meiðslin gekk illa að spila fótbolta á keppnisstigi og þá hafði Magnús dómarastjóri hjá KSÍ samband og bað mig um að koma og dæma. Ég sló því til og hef dæmt síðan þá en þetta var árið 2011," segir Bríet en hvað eiginleika þarftu að hafa til að verða góður dómari? „Til að vera góður dómari þarftu að vera í góðu formi, kunna reglurnar og að hafa góðan skilning á leiknum. Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig og finna alltaf leiðir til að standa sig betur í næsta leik," segir Bríet. Bríet stefnir á það að verða alþjóðlegur dómari og sækist eftir því að fá FIFA réttindi. „Fyrst ætla ég samt að dæma sem flesta stórleiki í boltanum á Íslandi og set síðan stefnuna á HM 2023," segir Bríet en hún segir að kvendómarar geti fljótlega unnið sig upp og fengið verkefni erlendis. „Það eru mjög fáir kvendómarar á Íslandi og því er auðvelt að vinna sig hratt upp. Kvendómarar fá stór tækifæri og ef þú stendur undir þeim þá nærðu hratt árangri. Ég fór til dæmis til Noregs að dæma á æfingamóti U16 ára landsliða einungis ári eftir að ég byrjaði að dæma. Það frábært að ferðast til annarra landa og hitta aðrar stelpur sem eru líka að dæma. Það er ólýsanleg tilfinning að standa á miðjum vellinum og hlýða á þjóðsöng keppnisþjóðanna í leik sem þú flautar á eftir örfáar mínútur," segir Bríet en það má finna allt viðtalið við hana með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira