Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - GAS Megas 43-16 | Lauflétt hjá Fram gegn Megas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2014 14:02 Ásta Birna Gunnarsdóttir með boltann í leiknum í kvöld. vísir/pjetur Fram vann risasigur, 43-16, á gríska liðinu GAS Megas Alexandros í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Eins og lokatölurnar gefa til kynna hafði Fram ævintýralega yfirburði í leiknum, en gríska liðið er afar skammt á veg komið í handknattleiksíþróttinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýri í dag og tók myndirnar sem sjá má í veislunni hér að ofan. Leikmenn Megas eru flestir barnungir - aðeins þrjár af tíu í leikmannahópi liðsins í dag eru fæddar fyrir 1994 - og þær áttu engin svör við leik Fram í kvöld. Þjálfari Megas, Georgios Gioulvanidis, var í miklum ham á hliðarlínunni og æsti sig yfir öllu og engu. Hann hefði þó betur brýnt grundvallarreglur íþróttarinnar fyrir sínum stúlkum sem höfðu t.a.m. lítinn áhuga á að gefa boltann á samherja sína, en reyndu þess í stað árangurslítið knattrak. Framkonur, sem sitja í toppsæti Olís-deildar kvenna, höfðu 18 marka forskot í fyrri hálfleik. Átján af þessum 27 mörkum komu eftir hraðaupphlaup þar sem þær Hekla Rún Ámundadóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Marthe Sördal voru jafnan fyrsta fram. Þá varði Nadia Bordon 18 skot í fyrri hálfleik, eða 72% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framkonur skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og þær grísku áttu engin svör. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spreyta sig, en Safamýrarliðið hafði þrátt fyrir það sömu yfirburði og áður. Fram vann að lokum 27 marka sigur, 43-16. Allir útileikmenn Fram nema ein komust á blað. Hekla Rún var þeirra markahæst með tíu mörk, Guðrún Þóra kom næst með átta og Marthe skoraði sjö. Nadia Bordon varði alls 23 skot (58%) í markinu og Hafdís Lilja Torfadóttir varði sex skot (55%) eftir að hún kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Seinni leikurinn fer fram klukkan 16:00 á morgun.Stefán: Hann var miklu skemmtilegri en ég Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með stórsigur sinna stelpna á gríska liðinu Megas í Áskorendakeppni Evrópu í Safamýrinni í kvöld. „Ég var mjög ánægður með einbeitinguna hjá mínu liði. Við erum mun betri en þetta lið. „Við spiluðum 3-3 vörn í fyrri hálfleik og fengum á okkur sjö mörk og bættum svo í í þeim seinni. Við héldum einbeitingu út allan leikinn,“ sagði Stefán sem var einnig ánægður með frammistöðu þeirra leikmanna sem komu af bekknum hjá Fram í kvöld, en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum. „Við erum með fína breidd og það þurfa allir að fá að spila, sérstaklega í svona leikjum. Þær stóðu sig allar vel,“ bætti Stefán við, en hvað vill hann fá út úr seinni leiknum á morgun? „Ég vil bara það sama og í öllum leikjum, að við mætum 100% tilbúnar. Sama þótt maður sé með betra lið, þá á maður alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum og við gerum það.“ Það var ólíkt meira fjör í Georgios Gioulvanidis, kollega Stefáns á gríska bekknum, en hann reifst og skammaðist allan leikinn, yfir öllu og engu. „Hann var miklu skemmtilegri en ég. Hann er skemmtikraftur og það var gaman að fylgjast með honum,“ sagði Stefán í léttum dúr að lokum.Stefán Arnarson á hliðarlínunni í dag.vísir/pjetur Olís-deild kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira
Fram vann risasigur, 43-16, á gríska liðinu GAS Megas Alexandros í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Eins og lokatölurnar gefa til kynna hafði Fram ævintýralega yfirburði í leiknum, en gríska liðið er afar skammt á veg komið í handknattleiksíþróttinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýri í dag og tók myndirnar sem sjá má í veislunni hér að ofan. Leikmenn Megas eru flestir barnungir - aðeins þrjár af tíu í leikmannahópi liðsins í dag eru fæddar fyrir 1994 - og þær áttu engin svör við leik Fram í kvöld. Þjálfari Megas, Georgios Gioulvanidis, var í miklum ham á hliðarlínunni og æsti sig yfir öllu og engu. Hann hefði þó betur brýnt grundvallarreglur íþróttarinnar fyrir sínum stúlkum sem höfðu t.a.m. lítinn áhuga á að gefa boltann á samherja sína, en reyndu þess í stað árangurslítið knattrak. Framkonur, sem sitja í toppsæti Olís-deildar kvenna, höfðu 18 marka forskot í fyrri hálfleik. Átján af þessum 27 mörkum komu eftir hraðaupphlaup þar sem þær Hekla Rún Ámundadóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Marthe Sördal voru jafnan fyrsta fram. Þá varði Nadia Bordon 18 skot í fyrri hálfleik, eða 72% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framkonur skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og þær grísku áttu engin svör. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spreyta sig, en Safamýrarliðið hafði þrátt fyrir það sömu yfirburði og áður. Fram vann að lokum 27 marka sigur, 43-16. Allir útileikmenn Fram nema ein komust á blað. Hekla Rún var þeirra markahæst með tíu mörk, Guðrún Þóra kom næst með átta og Marthe skoraði sjö. Nadia Bordon varði alls 23 skot (58%) í markinu og Hafdís Lilja Torfadóttir varði sex skot (55%) eftir að hún kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Seinni leikurinn fer fram klukkan 16:00 á morgun.Stefán: Hann var miklu skemmtilegri en ég Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með stórsigur sinna stelpna á gríska liðinu Megas í Áskorendakeppni Evrópu í Safamýrinni í kvöld. „Ég var mjög ánægður með einbeitinguna hjá mínu liði. Við erum mun betri en þetta lið. „Við spiluðum 3-3 vörn í fyrri hálfleik og fengum á okkur sjö mörk og bættum svo í í þeim seinni. Við héldum einbeitingu út allan leikinn,“ sagði Stefán sem var einnig ánægður með frammistöðu þeirra leikmanna sem komu af bekknum hjá Fram í kvöld, en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum. „Við erum með fína breidd og það þurfa allir að fá að spila, sérstaklega í svona leikjum. Þær stóðu sig allar vel,“ bætti Stefán við, en hvað vill hann fá út úr seinni leiknum á morgun? „Ég vil bara það sama og í öllum leikjum, að við mætum 100% tilbúnar. Sama þótt maður sé með betra lið, þá á maður alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum og við gerum það.“ Það var ólíkt meira fjör í Georgios Gioulvanidis, kollega Stefáns á gríska bekknum, en hann reifst og skammaðist allan leikinn, yfir öllu og engu. „Hann var miklu skemmtilegri en ég. Hann er skemmtikraftur og það var gaman að fylgjast með honum,“ sagði Stefán í léttum dúr að lokum.Stefán Arnarson á hliðarlínunni í dag.vísir/pjetur
Olís-deild kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira