Vann Grikkland á föstudegi og mættur að smíða á mánudegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 12:00 Fróði Benjaminsen mættur til starfa á mánudegi. mynd/skjáskot Færeyska knattspyrnulandsliðið vann stærsta sigur sinn í sögunni þegar það lagði fyrrverandi Evrópumeistara Grikklands að velli í undankeppni EM 2016, 1-0, á útivelli fyrir viku síðan. Eftir leikina í undankeppninni héldu leikmenn Grikklands til sinna félagsliða þar sem þeir fá milljónir borgaðar fyrir að spila fótbolta, en annað var uppi á teningnum hjá mörgum leikmönnum Færeyja. Fróði Benjaminsen, fyrirliði færeyska liðsins og fyrrverandi leikmaður Fram, var mættur aftur í vinnuna á mánudagsmorgni, en hann er smiður í heimalandinu. Aðspurður í skemmtilegu innslagi Kringvarpsins hvort hann væri orðin stjarna eftir sigurinn svaraði Fróði: „Nei, það held ég ekki. Þetta er dagur eins og hver annar. Mánudagur í vinnunni. Þannig er það bara.“ Hann segir þó öllu skemmtilegra að mæta í vinnuna eftir sigurleik en alla þessa tapleiki. „Það er mjög gaman og allir óska manni til hamingju. Það er ekki alltaf jafn gaman að heyra kaldhæðnisleg tilsvör manna. Nú er þetta bara jákvætt.“ Fróði er 36 ára gamall, giftur, í fastri vinnu með þrjú börn og spilar fótbolta. Hvernig er hægt að láta þetta allt ganga upp? „Það er í raun ekki hægt. Fjölskyldan situr á hakanum, en án hennar væri þetta ekki hægt. Ef maður vill spila fótbolta þarf maður að æfa mikið,“ segir Fróði Benjaminsen. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan, en það er textað á ensku. Post by FSF - The Faroe Islands Football Association. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07 Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51 Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Færeyska knattspyrnulandsliðið vann stærsta sigur sinn í sögunni þegar það lagði fyrrverandi Evrópumeistara Grikklands að velli í undankeppni EM 2016, 1-0, á útivelli fyrir viku síðan. Eftir leikina í undankeppninni héldu leikmenn Grikklands til sinna félagsliða þar sem þeir fá milljónir borgaðar fyrir að spila fótbolta, en annað var uppi á teningnum hjá mörgum leikmönnum Færeyja. Fróði Benjaminsen, fyrirliði færeyska liðsins og fyrrverandi leikmaður Fram, var mættur aftur í vinnuna á mánudagsmorgni, en hann er smiður í heimalandinu. Aðspurður í skemmtilegu innslagi Kringvarpsins hvort hann væri orðin stjarna eftir sigurinn svaraði Fróði: „Nei, það held ég ekki. Þetta er dagur eins og hver annar. Mánudagur í vinnunni. Þannig er það bara.“ Hann segir þó öllu skemmtilegra að mæta í vinnuna eftir sigurleik en alla þessa tapleiki. „Það er mjög gaman og allir óska manni til hamingju. Það er ekki alltaf jafn gaman að heyra kaldhæðnisleg tilsvör manna. Nú er þetta bara jákvætt.“ Fróði er 36 ára gamall, giftur, í fastri vinnu með þrjú börn og spilar fótbolta. Hvernig er hægt að láta þetta allt ganga upp? „Það er í raun ekki hægt. Fjölskyldan situr á hakanum, en án hennar væri þetta ekki hægt. Ef maður vill spila fótbolta þarf maður að æfa mikið,“ segir Fróði Benjaminsen. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan, en það er textað á ensku. Post by FSF - The Faroe Islands Football Association.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07 Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51 Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07
Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51
Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30