Lætur gott af sér leiða og gefur ókunnugum jólagjafir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2014 11:37 "Ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara. vísir/getty „Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum. Jólafréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
„Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum.
Jólafréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira