Mun pabbahlutverkið hafa einhver áhrif á Dustin Johnson? 29. desember 2014 17:30 Johnson er einn högglengsti kylfingur PGA-mótaraðarinnar. vísir/AP Það er sjaldan logmolla í kring um Dustin Johnson en þessi þrítugi kylfingur hefur gefið það út að hann eigi von á barni snemma á næsta ári með unnustu sinni, Paulinu Gretzky. Johnson tók sér eins og frægt var orðið frí frá golfi í hálft ár fyrr á þessu ári og sagði í yfirlýsingu þurfa að einbeita sér að „persónulegum vandamálum“. Vefsíðan Golf.com birti í kjölfarið frétt þar sem fullyrt var að Johnson hefði verið dæmdur í 6 mánaða keppnisbann frá PGA-mótaröðinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Talið er að Johnson hafi notast við fíkniefni á borð við kókaín og amfetamín. Margir telja að samband hans við Paulinu Gretzky, sem er dóttir íshokkígoðsagnarinnar Wayne Gretzky, hafi ekki hjálpað Johnson í einkalífinu en Paulina er þekkt fyrirsæta sem hefur í gegn um tíðina oft komist í fréttir vegna skemmtanahalds sem farið hefur úr böndunum. Johnson mun snúa aftur á golfvöllinn í byrjun febrúar á Farmers Insurance mótið sem fram fer á PGA-mótaröðinni en hver veit nema að foreldrahlutverkið hjálpi þessum hæfileikaríka kylfingi við að snúa til baka og einbeita sér að baráttunni á golfvellinum á meðal þeirra bestu. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það er sjaldan logmolla í kring um Dustin Johnson en þessi þrítugi kylfingur hefur gefið það út að hann eigi von á barni snemma á næsta ári með unnustu sinni, Paulinu Gretzky. Johnson tók sér eins og frægt var orðið frí frá golfi í hálft ár fyrr á þessu ári og sagði í yfirlýsingu þurfa að einbeita sér að „persónulegum vandamálum“. Vefsíðan Golf.com birti í kjölfarið frétt þar sem fullyrt var að Johnson hefði verið dæmdur í 6 mánaða keppnisbann frá PGA-mótaröðinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Talið er að Johnson hafi notast við fíkniefni á borð við kókaín og amfetamín. Margir telja að samband hans við Paulinu Gretzky, sem er dóttir íshokkígoðsagnarinnar Wayne Gretzky, hafi ekki hjálpað Johnson í einkalífinu en Paulina er þekkt fyrirsæta sem hefur í gegn um tíðina oft komist í fréttir vegna skemmtanahalds sem farið hefur úr böndunum. Johnson mun snúa aftur á golfvöllinn í byrjun febrúar á Farmers Insurance mótið sem fram fer á PGA-mótaröðinni en hver veit nema að foreldrahlutverkið hjálpi þessum hæfileikaríka kylfingi við að snúa til baka og einbeita sér að baráttunni á golfvellinum á meðal þeirra bestu.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira