„Ég er ekki eini samkynhneigði leikmaðurinn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2014 13:00 Vísir/Getty Varnarmaðurinn Michael Sam segir að hann sé ekki eini samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni en hann sagði frá reynslu sinni í viðtali við sjónvarpskonuna Oprah Winfrey um helgina. Sam varð síðastliðið vor fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn sem var valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. Hann var valinn af St. Louis Rams en komst svo ekki í lokaleikmannahóp liðsins áður en tímabilið hófst í vor. Sam samdi þá við Dallas Cowboys sem varaliðsmaður en hefur verið án félags síðan að liðið rifti samningnum við hann í október. Hann segist vita af mörgum samkynhneigðum leikmönnum í NFL-deildinni. Margir þeirra hafi sett sig í samband við hann og þakkað honum fyrir. „Það eru margir í okkar hópi þarna úti,“ sagði hann í viðtalinu. „Ég er ekki sá eini. Ég er bara sá eini sem er kominn út úr skápnum. Þeir verða að stíga fram þegar þeir treysta sér til þess.“ Sam sagði einnig að hann hafi átt erfiða æsku og að hann hafi orðið fyrir slæmu einelti af hálfu bræðra sinna. „Þeir gerðu mér lífið afar leitt. Ég varð fyrir barðinu á þeim á hverjum degi,“ sagði Sam sem bjóst við að hann myndi fyrirgefa þeim einn daginn. Winfrey spurði Sam hvort að hann teldi að kynhneigð hans hefði orðið til þess að hann er nú án félags. „Ég vil ekki hugsa þannig um það. Ég tel að góðir hlutir séu handan við hornið.“ NFL Tengdar fréttir Sam fær ekki að spila með Rams Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, Michael Sam, mun ekki fá samning hjá St. Louis Rams þó svo hann hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. 1. september 2014 10:15 Kúrekarnir losuðu sig við Sam Það stefnir ekki í að hinn samkynhneigði Michael Sam muni spila í NFL-deildinni í vetur. 22. október 2014 14:30 Sam í æfingarhóp Dallas Cowboys Draumur Michael Sam um að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni er ekki úti en hann samþykkti tilboð Dallas Cowboys um sæti í æfingarhóp liðsins í dag. 3. september 2014 16:30 Oprah frumsýnir mynd um Michael Sam Michael Sam er kannski ekki með samning við lið í NFL-deildinni en Oprah Winfrey er samt búin að gera heimildarmynd um hann. 12. desember 2014 12:45 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Varnarmaðurinn Michael Sam segir að hann sé ekki eini samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni en hann sagði frá reynslu sinni í viðtali við sjónvarpskonuna Oprah Winfrey um helgina. Sam varð síðastliðið vor fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn sem var valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. Hann var valinn af St. Louis Rams en komst svo ekki í lokaleikmannahóp liðsins áður en tímabilið hófst í vor. Sam samdi þá við Dallas Cowboys sem varaliðsmaður en hefur verið án félags síðan að liðið rifti samningnum við hann í október. Hann segist vita af mörgum samkynhneigðum leikmönnum í NFL-deildinni. Margir þeirra hafi sett sig í samband við hann og þakkað honum fyrir. „Það eru margir í okkar hópi þarna úti,“ sagði hann í viðtalinu. „Ég er ekki sá eini. Ég er bara sá eini sem er kominn út úr skápnum. Þeir verða að stíga fram þegar þeir treysta sér til þess.“ Sam sagði einnig að hann hafi átt erfiða æsku og að hann hafi orðið fyrir slæmu einelti af hálfu bræðra sinna. „Þeir gerðu mér lífið afar leitt. Ég varð fyrir barðinu á þeim á hverjum degi,“ sagði Sam sem bjóst við að hann myndi fyrirgefa þeim einn daginn. Winfrey spurði Sam hvort að hann teldi að kynhneigð hans hefði orðið til þess að hann er nú án félags. „Ég vil ekki hugsa þannig um það. Ég tel að góðir hlutir séu handan við hornið.“
NFL Tengdar fréttir Sam fær ekki að spila með Rams Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, Michael Sam, mun ekki fá samning hjá St. Louis Rams þó svo hann hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. 1. september 2014 10:15 Kúrekarnir losuðu sig við Sam Það stefnir ekki í að hinn samkynhneigði Michael Sam muni spila í NFL-deildinni í vetur. 22. október 2014 14:30 Sam í æfingarhóp Dallas Cowboys Draumur Michael Sam um að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni er ekki úti en hann samþykkti tilboð Dallas Cowboys um sæti í æfingarhóp liðsins í dag. 3. september 2014 16:30 Oprah frumsýnir mynd um Michael Sam Michael Sam er kannski ekki með samning við lið í NFL-deildinni en Oprah Winfrey er samt búin að gera heimildarmynd um hann. 12. desember 2014 12:45 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Sam fær ekki að spila með Rams Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, Michael Sam, mun ekki fá samning hjá St. Louis Rams þó svo hann hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. 1. september 2014 10:15
Kúrekarnir losuðu sig við Sam Það stefnir ekki í að hinn samkynhneigði Michael Sam muni spila í NFL-deildinni í vetur. 22. október 2014 14:30
Sam í æfingarhóp Dallas Cowboys Draumur Michael Sam um að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni er ekki úti en hann samþykkti tilboð Dallas Cowboys um sæti í æfingarhóp liðsins í dag. 3. september 2014 16:30
Oprah frumsýnir mynd um Michael Sam Michael Sam er kannski ekki með samning við lið í NFL-deildinni en Oprah Winfrey er samt búin að gera heimildarmynd um hann. 12. desember 2014 12:45