Norrænt popp á netinu Eygló Harðardóttir skrifar 3. janúar 2014 06:00 Flestir hafa gaman af tónlist og eiga sér uppáhaldslag. Bráðlega munu allir eiga þess kost að skemmta sér við að hlusta á norræna tónlist á einfaldan og aðgengilegan hátt á netinu. Hví segi ég þetta? Jú, núna um áramótin tókum við Íslendingar við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni til eins árs. Sú nýbreytni er viðhöfð í norrænu fjárlögunum að settur hefur verið á laggirnar myndarlegur sjóður sem ráðstafað er að frumkvæði formennskulandsins. Fyrsta verkefnið sem lítur dagsins ljós vegna frumkvæðis Íslands er Norræni spilunarlistinn. Listinn verður kynntur 6. janúar þegar slóð hans fer á veraldarvefinn. Um er að ræða menningarverkefni þar sem skapandi greinum er gert hátt undir höfði. Samstarf við tónlistarveitur Norræni spilunarlistinn hefur verið í mótun undanfarið ár, en það er útflutningsmiðstöð norrænnar tónlistar, NOMEX eða Nordic Music Export, sem stýrir verkefninu og sér um framkvæmd þess. Að baki NOMEX eru útflutningsmiðstöðvar tónlistar á Norðurlöndum og er Útón fulltrúi Íslands. Markmiðið með verkefninu er að nýta nútíma tækni í fjölmiðlun; samfélagsmiðla og netmiðla til þess að koma norrænni tónlist á framfæri innan og utan Norðurlandanna og auka þar með útflutningsmöguleika hennar á Norðurlöndunum og alþjóðlega. Undirbúningur verkefnisins hefur gengið vel – búið er að hanna vefsíðu þar sem það besta og efnilegasta í norrænni popptónlist verður aðgengilegt á einum stað – samstarf er hafið við stórar tónlistarveitur á borð við spotify, wimp og deezer og viðræður eru í gangi við bandarískar veitur. Verkefnið mun stuðla að betri og markvissari kynningu á norrænni tónlist. Tónlistarmenningin dafnar Við höfum tröllatrú á þessu verkefni. Það er vel kynnt á Norðurlöndum, nýtur mikils velvilja, er til þess fallið að höfða til ungra Norðurlandabúa og ætti að efla tiltrú þeirra á norrænt samstarf. Árið 2014 verður varið rúmum 40 milljónum króna til Norræna spilunarlistans, en markmiðið er að sjálfsögðu að hann verði sjálfbær þegar norrænum stuðningi við hann lýkur að þremur árum loknum. Það er von mín að spilunarlistinn fái fljúgandi start og að norræn tónlist verði aðgengileg sem flestum á veraldarvefjunum. Þannig mun tónlistarmenning okkar dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Flestir hafa gaman af tónlist og eiga sér uppáhaldslag. Bráðlega munu allir eiga þess kost að skemmta sér við að hlusta á norræna tónlist á einfaldan og aðgengilegan hátt á netinu. Hví segi ég þetta? Jú, núna um áramótin tókum við Íslendingar við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni til eins árs. Sú nýbreytni er viðhöfð í norrænu fjárlögunum að settur hefur verið á laggirnar myndarlegur sjóður sem ráðstafað er að frumkvæði formennskulandsins. Fyrsta verkefnið sem lítur dagsins ljós vegna frumkvæðis Íslands er Norræni spilunarlistinn. Listinn verður kynntur 6. janúar þegar slóð hans fer á veraldarvefinn. Um er að ræða menningarverkefni þar sem skapandi greinum er gert hátt undir höfði. Samstarf við tónlistarveitur Norræni spilunarlistinn hefur verið í mótun undanfarið ár, en það er útflutningsmiðstöð norrænnar tónlistar, NOMEX eða Nordic Music Export, sem stýrir verkefninu og sér um framkvæmd þess. Að baki NOMEX eru útflutningsmiðstöðvar tónlistar á Norðurlöndum og er Útón fulltrúi Íslands. Markmiðið með verkefninu er að nýta nútíma tækni í fjölmiðlun; samfélagsmiðla og netmiðla til þess að koma norrænni tónlist á framfæri innan og utan Norðurlandanna og auka þar með útflutningsmöguleika hennar á Norðurlöndunum og alþjóðlega. Undirbúningur verkefnisins hefur gengið vel – búið er að hanna vefsíðu þar sem það besta og efnilegasta í norrænni popptónlist verður aðgengilegt á einum stað – samstarf er hafið við stórar tónlistarveitur á borð við spotify, wimp og deezer og viðræður eru í gangi við bandarískar veitur. Verkefnið mun stuðla að betri og markvissari kynningu á norrænni tónlist. Tónlistarmenningin dafnar Við höfum tröllatrú á þessu verkefni. Það er vel kynnt á Norðurlöndum, nýtur mikils velvilja, er til þess fallið að höfða til ungra Norðurlandabúa og ætti að efla tiltrú þeirra á norrænt samstarf. Árið 2014 verður varið rúmum 40 milljónum króna til Norræna spilunarlistans, en markmiðið er að sjálfsögðu að hann verði sjálfbær þegar norrænum stuðningi við hann lýkur að þremur árum loknum. Það er von mín að spilunarlistinn fái fljúgandi start og að norræn tónlist verði aðgengileg sem flestum á veraldarvefjunum. Þannig mun tónlistarmenning okkar dafna.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar