Höft og hlutabréfamarkaður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. janúar 2014 06:00 Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun