Mikil gleði og kraftur í kringum Floru Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2014 07:30 Florentina Stanciu, sem sést hér í landsleik með Íslandi, hefur verið ótrúleg í marki Stjörnunnar á tímabilinu. Mynd/Vilhelm Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita