Skrúfað fyrir bull Ólafur Stephensen skrifar 18. janúar 2014 09:52 Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun