Eitt barn er einu barni of mikið – fátæk börn Þóra Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2014 06:00 Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífsskilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóðlega mannréttindasamninga á borð við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undirgengist skyldur gagnvart öllum börnum hér á landi. Íslenska ríkið þarf því að finna leiðir til að öll börn geti lifað með reisn og hlýtur að hafa að markmiði að útrýma barnafátækt á Íslandi. Eitt fátækt barn á Íslandi er einu fátæku barni of mikið. Á Íslandi á að vera nóg fyrir alla. Við þurfum að breyta aðferðum okkar við að vinna bug á fátækt, því þær hafa ekki virkað sem skyldi. Aðferðirnar hafa einkennst af, og tekið mið af mælingum á skorti, en ekki mælingum á gæðum, eins og fjallað er um í skýrslunni Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík gáfu út árið 2012. Þar er meðal annars mælt með að unnið verði með mat á virkni fólks í stað mats á skerðingu. Þetta sjónarmið styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi og telja að ekki eigi að nálgast verkefnið út frá skorti, því með því styrkjum við þá hugmynd fólks að það sé fast í þeirri stöðu að búa við fátækt. Þannig einblínum við einnig um of á þá hugsun að eitthvað skorti.Ekki náttúrulögmál Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað og mun heppilegra væri að nálgast verkefnið út frá því hvernig sé mögulegt að auka lífsgæði þeirra sem búa við fátækt. Með því móti er mögulega hægt að opna augu fólks fyrir því að það getur haft áhrif á stöðu sína, mismikil en þó einhver. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Með nægum stuðningi umhverfisins, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem og vilja einstaklingsins er hægt að brjótast út úr langvarandi fátækt. Það er auðvitað ekki eingöngu í verkahring og á ábyrgð ríkisins að útrýma slíkum vanda sem fátækt er, þó að ábyrgð þess sé rík. Við sem samfélag getum breytt miklu og ættum að líta á það jákvæðum augum að styðja með beinum og virkum hætti við þá sem þarfnast stuðnings. Börn sem búa við fátækt á Íslandi eiga mörg hver foreldra eða forsjáraðila sem þarfnast vináttu og hvatningar frá samfélaginu öllu til að öðlast þá trú að þeir geti breytt stöðu sinni, þannig að af hljótist betri líðan og aukin velferð. Til að mynda getur skólakerfið eða aðrar stofnanir samfélagsins nýst okkur sem vettvangur til að sýna stuðning í verki. Sameinumst um að búa börnum á Íslandi uppbyggjandi og vinsamlegt umhverfi með því að gefa kost á að vera þeim og fjölskyldum þeirra virkur stuðningur. Það kostar ekkert að gefa sér tíma í samtal, hvort sem er við barn eða hinn fullorðna, en getur breytt lífi barns til betri vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífsskilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóðlega mannréttindasamninga á borð við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undirgengist skyldur gagnvart öllum börnum hér á landi. Íslenska ríkið þarf því að finna leiðir til að öll börn geti lifað með reisn og hlýtur að hafa að markmiði að útrýma barnafátækt á Íslandi. Eitt fátækt barn á Íslandi er einu fátæku barni of mikið. Á Íslandi á að vera nóg fyrir alla. Við þurfum að breyta aðferðum okkar við að vinna bug á fátækt, því þær hafa ekki virkað sem skyldi. Aðferðirnar hafa einkennst af, og tekið mið af mælingum á skorti, en ekki mælingum á gæðum, eins og fjallað er um í skýrslunni Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík gáfu út árið 2012. Þar er meðal annars mælt með að unnið verði með mat á virkni fólks í stað mats á skerðingu. Þetta sjónarmið styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi og telja að ekki eigi að nálgast verkefnið út frá skorti, því með því styrkjum við þá hugmynd fólks að það sé fast í þeirri stöðu að búa við fátækt. Þannig einblínum við einnig um of á þá hugsun að eitthvað skorti.Ekki náttúrulögmál Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað og mun heppilegra væri að nálgast verkefnið út frá því hvernig sé mögulegt að auka lífsgæði þeirra sem búa við fátækt. Með því móti er mögulega hægt að opna augu fólks fyrir því að það getur haft áhrif á stöðu sína, mismikil en þó einhver. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Með nægum stuðningi umhverfisins, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem og vilja einstaklingsins er hægt að brjótast út úr langvarandi fátækt. Það er auðvitað ekki eingöngu í verkahring og á ábyrgð ríkisins að útrýma slíkum vanda sem fátækt er, þó að ábyrgð þess sé rík. Við sem samfélag getum breytt miklu og ættum að líta á það jákvæðum augum að styðja með beinum og virkum hætti við þá sem þarfnast stuðnings. Börn sem búa við fátækt á Íslandi eiga mörg hver foreldra eða forsjáraðila sem þarfnast vináttu og hvatningar frá samfélaginu öllu til að öðlast þá trú að þeir geti breytt stöðu sinni, þannig að af hljótist betri líðan og aukin velferð. Til að mynda getur skólakerfið eða aðrar stofnanir samfélagsins nýst okkur sem vettvangur til að sýna stuðning í verki. Sameinumst um að búa börnum á Íslandi uppbyggjandi og vinsamlegt umhverfi með því að gefa kost á að vera þeim og fjölskyldum þeirra virkur stuðningur. Það kostar ekkert að gefa sér tíma í samtal, hvort sem er við barn eða hinn fullorðna, en getur breytt lífi barns til betri vegar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar