Tölum um það sem skiptir máli Guðríður Arnardóttir skrifar 23. janúar 2014 06:00 Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar