Okkur vantar upplýsingar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Ég verð vonandi seint sakaður um að vera lítill áhugamaður um umhverfis- og náttúruvernd. Þegar kemur að deilunum um veitumannvirki sunnan við Þjórsárver og að lagaumhverfinu, ákvarðanaferlinu og fleiru skyldu, fallast mér þó hendur. Ég átta mig á litlum hluta málefnisins. Mig grunar að þannig fari fyrir flestum. Sérfræðingar um orkumál hafa sín álit á miðlun vatns í virkjanir sem fyrir eru og hagkvæmni framkvæmda á umræddu svæði, jarðvísindamenn hafa sín á afrennsli frá Hofsjökli og verunum í Þjórsá og fleiru skyldu, og lífvísindamenn segja sitt um áhrifin á lífríkið. Svo koma þeir til sem íhuga landslagsheildir og hrein sjónræn áhrif mannvirkja, loks stjórnmálamennirnir og þannig mætti áfram telja. Óháð nýjustu breytingum á friðlandsmörkum og hugsanlegri endurskoðun Rammaáætlunar, tel ég eitt og annað vanta í opinberu umræðuna, þ.e. fyrst og fremst upplýsingar handa öllum þeim er ekki standa djúpum fótum í henni.Staðreyndir á borðið Hvað er veitulónið stórt ef af verður (sennilega mismunandi útfærslur)? Hvar væri það niður komið? Hefur það lítil, miðlungs eða mikil áhrif á tiltekna landslagsheild? Nákvæmlega hvers konar land færi undir vatn; vel gróið, lítt gróið, með öllu gróðurvana? Hvernig mannvirki þarf og hvar (sennilega mismunandi útfærslur sem auðvelt er að sýna)? Hver eru sjónrænu áhrifin (sæmilega sýnd með tölvulíkönum)? Hver eru fyrirsjáanleg áhrif á fossana í Þjórsá (sem innheldur bæði jökulvatn og lindar- og yfirborðsvatn)? Þá á ég ekki við ágiskanir heldur útreiknuð áhrif á sennilegu magnbili og eftir árstíðum. Minnkar rennslið í Dynk um 5%, 15% eða 50%? Er verið að eyðileggja alla fossana, eins og fréttamaður einn komst að orði? Í hverju felst hagkvæmnin? Öllum er til gagns, hver sem afstaða þeirra er nú, að fá staðreyndir á borðið. Þannig verður mikilvæg umræða um friðlýsingar, orkumál, ferðamennsku eða hvaðeina að öðru en þeim loftkenndu skylmingum sem hún er í allt of mörgum tilvikum. Því miður finnst mér því þannig varið nú um stundir og hef raunar áður minnst á skort á upplýsingum og staðreyndum í átökum og umræðum um náttúruvernd og náttúrunytjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég verð vonandi seint sakaður um að vera lítill áhugamaður um umhverfis- og náttúruvernd. Þegar kemur að deilunum um veitumannvirki sunnan við Þjórsárver og að lagaumhverfinu, ákvarðanaferlinu og fleiru skyldu, fallast mér þó hendur. Ég átta mig á litlum hluta málefnisins. Mig grunar að þannig fari fyrir flestum. Sérfræðingar um orkumál hafa sín álit á miðlun vatns í virkjanir sem fyrir eru og hagkvæmni framkvæmda á umræddu svæði, jarðvísindamenn hafa sín á afrennsli frá Hofsjökli og verunum í Þjórsá og fleiru skyldu, og lífvísindamenn segja sitt um áhrifin á lífríkið. Svo koma þeir til sem íhuga landslagsheildir og hrein sjónræn áhrif mannvirkja, loks stjórnmálamennirnir og þannig mætti áfram telja. Óháð nýjustu breytingum á friðlandsmörkum og hugsanlegri endurskoðun Rammaáætlunar, tel ég eitt og annað vanta í opinberu umræðuna, þ.e. fyrst og fremst upplýsingar handa öllum þeim er ekki standa djúpum fótum í henni.Staðreyndir á borðið Hvað er veitulónið stórt ef af verður (sennilega mismunandi útfærslur)? Hvar væri það niður komið? Hefur það lítil, miðlungs eða mikil áhrif á tiltekna landslagsheild? Nákvæmlega hvers konar land færi undir vatn; vel gróið, lítt gróið, með öllu gróðurvana? Hvernig mannvirki þarf og hvar (sennilega mismunandi útfærslur sem auðvelt er að sýna)? Hver eru sjónrænu áhrifin (sæmilega sýnd með tölvulíkönum)? Hver eru fyrirsjáanleg áhrif á fossana í Þjórsá (sem innheldur bæði jökulvatn og lindar- og yfirborðsvatn)? Þá á ég ekki við ágiskanir heldur útreiknuð áhrif á sennilegu magnbili og eftir árstíðum. Minnkar rennslið í Dynk um 5%, 15% eða 50%? Er verið að eyðileggja alla fossana, eins og fréttamaður einn komst að orði? Í hverju felst hagkvæmnin? Öllum er til gagns, hver sem afstaða þeirra er nú, að fá staðreyndir á borðið. Þannig verður mikilvæg umræða um friðlýsingar, orkumál, ferðamennsku eða hvaðeina að öðru en þeim loftkenndu skylmingum sem hún er í allt of mörgum tilvikum. Því miður finnst mér því þannig varið nú um stundir og hef raunar áður minnst á skort á upplýsingum og staðreyndum í átökum og umræðum um náttúruvernd og náttúrunytjar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar