Trúmál í skólum Örn Bárður Jónsson skrifar 10. febrúar 2014 10:15 Nýlega vakti athygli mína grein í stórblaðinu New York Times um skólamál í Þýskalandi. Þar segir meðal annars: Í fyrsta sinn bjóða þýskir skólar nú upp á kennslu um íslam handa nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla þar sem kennarar á vegum ríkisins fræða úr námsbókum sem til þess eru sérstaklega ritaðar. Þannig reyna opinberir aðilar að aðlaga hinn stóra minnihlutahóp sem múslímar eru og hamla gegn áhrifum róttækra trúarhugmynda. (Þýð. höf.) Þjóðverjum er líklega ljóst að trúin er stærri hluti af lífi fólks en oft er talið hér á landi. Trúin verður ekki rekin inn í réttir prívatlífsins, inn á vettvang einkamála og þaðan af síður einangruð í gettóum sértrúar eða sektarianisma. Trúin skal rædd á hinum opinbera vettvangi. Þannig virðast Þjóðverjar hugsa. Námskrá skóla í Hesse leggur að jöfnu fræðslu um íslam og kennslu í siðaboðskap mótmælenda og kaþólskra. Með þessu vill ríkið stuðla að skilningi nemenda á trúarhefðum hverra annarra og „bólusetja“ þá fyrir öfgafengnum skoðunum á sama tíma og trú hvers og eins er viðurkennd af ríkinu. Í þýsku stjórnarskránni er foreldrum tryggður rétturinn til þess að börn þeirra fái fræðslu í þeirri trú sem fjölskyldan játar. Hér á landi er langstærstur hluti barna skírður ár hvert til kristinnar trúar og þau börn ættu að fá fræðslu um sína trú – feimnislaust og af fullri einurð og án afsakana kennara – og þá með biblíusögum, sálmasöng, bænum og öllu sem tilheyrir. Börn annarrar trúar ættu að sjálfsögðu að hafa sama rétt. Við getum án efa lært af þeim sem eru lengra komin í umræðunni um þátt trúar í menningunni og mikilvægi trúarbragða við mótun gildagrunns einstaklinga og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Nýlega vakti athygli mína grein í stórblaðinu New York Times um skólamál í Þýskalandi. Þar segir meðal annars: Í fyrsta sinn bjóða þýskir skólar nú upp á kennslu um íslam handa nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla þar sem kennarar á vegum ríkisins fræða úr námsbókum sem til þess eru sérstaklega ritaðar. Þannig reyna opinberir aðilar að aðlaga hinn stóra minnihlutahóp sem múslímar eru og hamla gegn áhrifum róttækra trúarhugmynda. (Þýð. höf.) Þjóðverjum er líklega ljóst að trúin er stærri hluti af lífi fólks en oft er talið hér á landi. Trúin verður ekki rekin inn í réttir prívatlífsins, inn á vettvang einkamála og þaðan af síður einangruð í gettóum sértrúar eða sektarianisma. Trúin skal rædd á hinum opinbera vettvangi. Þannig virðast Þjóðverjar hugsa. Námskrá skóla í Hesse leggur að jöfnu fræðslu um íslam og kennslu í siðaboðskap mótmælenda og kaþólskra. Með þessu vill ríkið stuðla að skilningi nemenda á trúarhefðum hverra annarra og „bólusetja“ þá fyrir öfgafengnum skoðunum á sama tíma og trú hvers og eins er viðurkennd af ríkinu. Í þýsku stjórnarskránni er foreldrum tryggður rétturinn til þess að börn þeirra fái fræðslu í þeirri trú sem fjölskyldan játar. Hér á landi er langstærstur hluti barna skírður ár hvert til kristinnar trúar og þau börn ættu að fá fræðslu um sína trú – feimnislaust og af fullri einurð og án afsakana kennara – og þá með biblíusögum, sálmasöng, bænum og öllu sem tilheyrir. Börn annarrar trúar ættu að sjálfsögðu að hafa sama rétt. Við getum án efa lært af þeim sem eru lengra komin í umræðunni um þátt trúar í menningunni og mikilvægi trúarbragða við mótun gildagrunns einstaklinga og þjóða.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar