„Eina sem þurfti var sjálfstraust“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2014 08:00 Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ræðir við sína leikmenn. fréttablaðið/Daníel Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03
Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56