Peningarnir góð viðurkenning 12. febrúar 2014 10:30 Ása Helga Hjörleifsdóttir. „Það er ekki hægt að gera bíómynd fyrir þennan pening, en viðurkenningin skiptir máli,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir sem fékk þúsund evrur, eða um 160 þúsund íslenskar krónur, í verðlaun á Berlinale Co-Production Market í gær til að þróa áfram kvikmyndina Svaninn. Kvikmyndin byggir á bók Guðbergs Bergssonar. „Tvö önnur verkefni fengu sömu peningaupphæð í verðlaun. Berlinale Co-Production Market er hugsaður til þess að kynna kvikmyndaverkefni í þróun fyrir meðframleiðendum. Svanurinn verður fyrsta mynd Ásu Helgu í fullri lengd, en hún hefur áður gert stuttmyndina Ástarsögu. Kvikmyndaverkefnin þrjú sem fengu verðlaun voru valin úr hópnum til að kynna kvikmyndirnar með formlegum hætti fyrir framleiðendum á hátíðinni. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæðar viðtökur,“ segir Ása Helga. „Við fengum miklu fleiri fundarbeiðnir með framleiðendum en við gátum annað. Við erum í viðræðum við nokkra framleiðendur sem eru þrautreyndir og hafa gert slatta af flottum myndum. Framhaldið skýrist örugglega á næstu vikum.“ Ása Helga hefur haft lítið svigrúm til þess að horfa á myndir á hátíðinni hingað til. „Mig langar að sjá Nymphomaniac eftir Lars Von Trier,“ segir Ása Helga. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er ekki hægt að gera bíómynd fyrir þennan pening, en viðurkenningin skiptir máli,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir sem fékk þúsund evrur, eða um 160 þúsund íslenskar krónur, í verðlaun á Berlinale Co-Production Market í gær til að þróa áfram kvikmyndina Svaninn. Kvikmyndin byggir á bók Guðbergs Bergssonar. „Tvö önnur verkefni fengu sömu peningaupphæð í verðlaun. Berlinale Co-Production Market er hugsaður til þess að kynna kvikmyndaverkefni í þróun fyrir meðframleiðendum. Svanurinn verður fyrsta mynd Ásu Helgu í fullri lengd, en hún hefur áður gert stuttmyndina Ástarsögu. Kvikmyndaverkefnin þrjú sem fengu verðlaun voru valin úr hópnum til að kynna kvikmyndirnar með formlegum hætti fyrir framleiðendum á hátíðinni. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæðar viðtökur,“ segir Ása Helga. „Við fengum miklu fleiri fundarbeiðnir með framleiðendum en við gátum annað. Við erum í viðræðum við nokkra framleiðendur sem eru þrautreyndir og hafa gert slatta af flottum myndum. Framhaldið skýrist örugglega á næstu vikum.“ Ása Helga hefur haft lítið svigrúm til þess að horfa á myndir á hátíðinni hingað til. „Mig langar að sjá Nymphomaniac eftir Lars Von Trier,“ segir Ása Helga.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira