Andi hans svífur yfir skólanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 10:00 Ragnar hvatti unga listamenn til dáða „Ragnar í Smára hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir tónlistarlíf á Íslandi. Hann var fyrst og fremst listunnandi og athafnamaður og hafði hugsjón um að byggja upp menningarlíf á Íslandi,“ segir Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólan í Reykjavík. Skólinn og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Ragnar stofnaði Tónlistarfélagið árið 1932 og tók félagið að sér að reka Tónlistarskólann í Reykjavíkur fyrstu árin eftir að Hljómsveit Reykjavíkur, forveri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var komin í þrot með að reka skólann. Tónlistarskólinn tengist því Ragnari sterkum böndum að sögn Freyju og segir hún anda hans svífa yfir skólanum. „Þessi hugsjón hans lifir um að halda uppi hágæða og innihaldsríkari tónlistarmenntun þó það beinist spjót úr öllum áttum, þó það sé niðurskurður og þó að það sé erfitt árferði.“ Við Tónlistarskóla Reykjavíkur er starfrækt sinfóníuhljómsveit sem mun leika sjöundu sinfóníu Ludwig van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns á hátíðartónleikunum í Hörpu. „Við höldum tvenna hljómsveitartónleika á ári en það er aðeins meira lagt í þessa tónleika. Við erum með mjög sterka nemendur, bæði í strengja- og blásaradeild, og núna er hægt að flytja þessi stóru hljómsveitarverk. Það hafa staðið yfir strangar æfingar og við hlökkum mikið til. Þetta verða glæsilegir tónleikar,“ segir Freyja. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ragnar í Smára hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir tónlistarlíf á Íslandi. Hann var fyrst og fremst listunnandi og athafnamaður og hafði hugsjón um að byggja upp menningarlíf á Íslandi,“ segir Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólan í Reykjavík. Skólinn og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Ragnar stofnaði Tónlistarfélagið árið 1932 og tók félagið að sér að reka Tónlistarskólann í Reykjavíkur fyrstu árin eftir að Hljómsveit Reykjavíkur, forveri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var komin í þrot með að reka skólann. Tónlistarskólinn tengist því Ragnari sterkum böndum að sögn Freyju og segir hún anda hans svífa yfir skólanum. „Þessi hugsjón hans lifir um að halda uppi hágæða og innihaldsríkari tónlistarmenntun þó það beinist spjót úr öllum áttum, þó það sé niðurskurður og þó að það sé erfitt árferði.“ Við Tónlistarskóla Reykjavíkur er starfrækt sinfóníuhljómsveit sem mun leika sjöundu sinfóníu Ludwig van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns á hátíðartónleikunum í Hörpu. „Við höldum tvenna hljómsveitartónleika á ári en það er aðeins meira lagt í þessa tónleika. Við erum með mjög sterka nemendur, bæði í strengja- og blásaradeild, og núna er hægt að flytja þessi stóru hljómsveitarverk. Það hafa staðið yfir strangar æfingar og við hlökkum mikið til. Þetta verða glæsilegir tónleikar,“ segir Freyja.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira