Margir máluðu Halldór Kiljan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2014 13:00 Aðalsteinn kemur Þorsteini frá Hamri fyrir á vegg í Gunnarshúsi. Á bak við hann er meistari Þórbergur. Fréttablaðið/GVA „Þetta er tilraun til að skreyta veggina hér með viðeigandi efni,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sem hefur safnað saman portrettmyndum af íslenskum rithöfundum og hengt upp í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 – húsi Rithöfundasambands Íslands. Þar verður dagskrá á morgun af þessu tilefni þar sem Aðalsteinn fjallar um listaverkin, Pétur Ármannsson arkitekt fræðir gesti um Gunnarshús og Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, ræðir um veru sambandsins í húsinu. „Þetta eru málverk, teikningar og klippimyndir,“ segir Aðalsteinn um portrettin. „Það var mjög gott samband milli myndlistarmanna og rithöfunda fyrr á tímum og margir rithöfundar birtust oft í portrettmyndum. Mjög margir máluðu til dæmis Halldór Kiljan og Kristján Davíðsson málaði Stein Steinarr trekk í trekk, nánast allt sitt líf.“ Aðalsteinn segir að samið hafi verið við eigendur myndanna um langtímalán á þeim sem þýði að Rithöfundasambandið hafi þær eins lengi og eigendur þurfi ekki á þeim að halda, fari með þær eins og sína eign á meðan, taki ábyrgð á þeim og tryggi þær. „Þetta eru fimmtán myndir í allt, plús myndir sem fyrir voru af Gunnari Gunnarssyni og húsið á. Auk þess eru hér býsn af ljósmyndum af rithöfundum.“ Aðalsteinn segir það hafa verið létt verk að leita uppi portrettin, sem flest séu í einkaeigu. „Ég naut þess að hafa áður sett upp tímabundna sýningu á svona verkum í Gunnarshúsi fyrir nokkrum árum þannig að ég vissi hvar þau var að finna. Eigendunum finnst bara heiður að hafa þau í þessu húsi.“ Dagskráin í Gunnarshúsi verður milli kl. 15 og 17 á morgun, laugardag. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er tilraun til að skreyta veggina hér með viðeigandi efni,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sem hefur safnað saman portrettmyndum af íslenskum rithöfundum og hengt upp í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 – húsi Rithöfundasambands Íslands. Þar verður dagskrá á morgun af þessu tilefni þar sem Aðalsteinn fjallar um listaverkin, Pétur Ármannsson arkitekt fræðir gesti um Gunnarshús og Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, ræðir um veru sambandsins í húsinu. „Þetta eru málverk, teikningar og klippimyndir,“ segir Aðalsteinn um portrettin. „Það var mjög gott samband milli myndlistarmanna og rithöfunda fyrr á tímum og margir rithöfundar birtust oft í portrettmyndum. Mjög margir máluðu til dæmis Halldór Kiljan og Kristján Davíðsson málaði Stein Steinarr trekk í trekk, nánast allt sitt líf.“ Aðalsteinn segir að samið hafi verið við eigendur myndanna um langtímalán á þeim sem þýði að Rithöfundasambandið hafi þær eins lengi og eigendur þurfi ekki á þeim að halda, fari með þær eins og sína eign á meðan, taki ábyrgð á þeim og tryggi þær. „Þetta eru fimmtán myndir í allt, plús myndir sem fyrir voru af Gunnari Gunnarssyni og húsið á. Auk þess eru hér býsn af ljósmyndum af rithöfundum.“ Aðalsteinn segir það hafa verið létt verk að leita uppi portrettin, sem flest séu í einkaeigu. „Ég naut þess að hafa áður sett upp tímabundna sýningu á svona verkum í Gunnarshúsi fyrir nokkrum árum þannig að ég vissi hvar þau var að finna. Eigendunum finnst bara heiður að hafa þau í þessu húsi.“ Dagskráin í Gunnarshúsi verður milli kl. 15 og 17 á morgun, laugardag. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira