Þráin eftir leyndardómum Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Eitt hef ég lært. Mannskepnan býr yfir mikilli þrá eftir vitneskju. Það er óumdeild staðreynd hvar sem maður kemur niður. Það nægir að skoða könnunarsögu veraldarinnar. Allir heimsins krókar og kimar hafa verið kortlagðir og menn voru búnir að því löngu áður en hægt var að taka myndir úr flugvélum eða gervihnöttum. Menn hreinlega börðu sér leið gegnum frumskóga, yfir eyðimerkur og upp á fjallstinda til að eyða óvissunni. Á kortinu mátti ekki vera nein gloppa. Heimurinner þó enn fullur af leyndardómum. Við vitum ekki einu sinni fyrir víst af hverju kettir mala. En það er önnur saga. En þó þrá mannsins eftir vitneskju sé óumdeild þá er þráin eftir leyndardómum jafnvel enn sterkari. Þetta virkar þversagnarkennt, en gefum þessu séns. Þráttfyrir að vera alinn upp af vísindalega þenkjandi fólki þá hverfðust allar sögurnar sem ég heyrði í barnæsku um leyndardóma. Allt var gert að leyndardómi: týndir lyklar, opnunartími banka, heimsókn frá ættingjum. Þegar hverfisbúðin fór á hausinn (líklega vegna þess að keðjur eins og Bónus voru að ryðja sér til rúms) var það presenterað eins og ráðgáta. Eins og líklegri skýring væri að eigandi búðarinnar væri haldinn illum anda eða að einhver úr hverfinu hefði móðgað hann. Engum datt í hug að spyrja eigandann. Það hefði skemmt leyndardóminn. Viðþráum leyndardóma. Stundum hjálpa þeir okkur að sættast við erfið skilyrði. Í fleiri áratugi var verðbólga, hátt vöruverð og háir vextir leyndardómur íslensks samfélags. Eitthvað sem ekki var hægt að gera neitt í. Nú vitum við flest að okkar litla efnahagskerfi með sína handstýrðu örmynt, sem verndar fyrst og fremst sérhagsmunahópa og braskara, er um að kenna. Verðbólgan er ekki meiri leyndardómur en það. Éger undir sömu sök seldur. Stundum finnst mér heimurinn of upplýstur. Ég þrái leyndardóma, leyndardóma sem vekja upp ímyndunaraflið, sefa hugann og syngja mig í svefn. Ég þrái þá jafn mikið og hver annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun
Eitt hef ég lært. Mannskepnan býr yfir mikilli þrá eftir vitneskju. Það er óumdeild staðreynd hvar sem maður kemur niður. Það nægir að skoða könnunarsögu veraldarinnar. Allir heimsins krókar og kimar hafa verið kortlagðir og menn voru búnir að því löngu áður en hægt var að taka myndir úr flugvélum eða gervihnöttum. Menn hreinlega börðu sér leið gegnum frumskóga, yfir eyðimerkur og upp á fjallstinda til að eyða óvissunni. Á kortinu mátti ekki vera nein gloppa. Heimurinner þó enn fullur af leyndardómum. Við vitum ekki einu sinni fyrir víst af hverju kettir mala. En það er önnur saga. En þó þrá mannsins eftir vitneskju sé óumdeild þá er þráin eftir leyndardómum jafnvel enn sterkari. Þetta virkar þversagnarkennt, en gefum þessu séns. Þráttfyrir að vera alinn upp af vísindalega þenkjandi fólki þá hverfðust allar sögurnar sem ég heyrði í barnæsku um leyndardóma. Allt var gert að leyndardómi: týndir lyklar, opnunartími banka, heimsókn frá ættingjum. Þegar hverfisbúðin fór á hausinn (líklega vegna þess að keðjur eins og Bónus voru að ryðja sér til rúms) var það presenterað eins og ráðgáta. Eins og líklegri skýring væri að eigandi búðarinnar væri haldinn illum anda eða að einhver úr hverfinu hefði móðgað hann. Engum datt í hug að spyrja eigandann. Það hefði skemmt leyndardóminn. Viðþráum leyndardóma. Stundum hjálpa þeir okkur að sættast við erfið skilyrði. Í fleiri áratugi var verðbólga, hátt vöruverð og háir vextir leyndardómur íslensks samfélags. Eitthvað sem ekki var hægt að gera neitt í. Nú vitum við flest að okkar litla efnahagskerfi með sína handstýrðu örmynt, sem verndar fyrst og fremst sérhagsmunahópa og braskara, er um að kenna. Verðbólgan er ekki meiri leyndardómur en það. Éger undir sömu sök seldur. Stundum finnst mér heimurinn of upplýstur. Ég þrái leyndardóma, leyndardóma sem vekja upp ímyndunaraflið, sefa hugann og syngja mig í svefn. Ég þrái þá jafn mikið og hver annar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun